Framinn

Díana Bergsdóttir
Stofnandi/höfundur

Díana Bergsdóttir er 26 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa fyrir Framann vinnur hún á markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Líf Lárusdóttir
Stofnandi/höfundur

Líf Lárusdóttir er 26 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í brúðkaups & viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf í markaðsdeild Gámaþjónustunnar.

Aníta Sif Elídóttir
Höfundur

Aníta Sif Elídóttir er 26 ára og búsett í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BS.c gráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands 2013 og M.Sc gráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands 2015. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar hún sem næringarfræðingur á Landspítala, Heilsuborg og á Rannsóknarstofu RHLÖ.

Arnbjörg Baldvinsdóttir
Höfundur

Arnbjörg Baldvinsdóttir er 27 ára og búsett í Kópavogi. Arnbjörg er Margmiðlunarhönnuður að mennt með áherslu á markaðsfræði. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Arnbjörg í markaðsdeild WOW air.

Elva Hrund Ágústsdóttir
Höfundur

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Eyrún Reynisdóttir
Höfundur

Eyrún Reynisdóttir er 26 ára fædd og uppalin á Akranesi. Eyrún er útskrifuð með BS.c. í Íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og leggur nú stund á meistaranámi við Háskóla Íslands í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Eyrún hefur víðáttumikla þekkingu og reynslu á sviði heilsuræktar og hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur heilbrigðu líferni.

Hafdís Bergsdóttir
Höfundur

Hafdís er 34 ára búsett á Akranesi ásamt eiginmanni og þremur sonum. Hún er með B.ed. próf í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og sveinspróf í kjólaklæðskurði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Auk þess að skrifa fyrir Framann starfar hún sem umsjónarkennari við Brekkubæjarskóla.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Höfundur

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 29 ára og búsett í Reykjavík með kærasta sínum og syni. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir Framann vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Kristjana Sunna Aradóttir
Höfundur

Kristjana Sunna er 30 ára og er búsett í Garðabæ. Kristjana hefur síðastliðin ár starfað í fjarskipta- og fjármála geiranum, meðal annars sem stjórnandi og sérfræðingur. Ásamt því að skrifa fyrir Framann er Kristjana að ljúka námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Samhliða náminu sinnir hún sölu og markaðsmálum fyrir Swiss Color Iceland