Haustið er minn uppáhalds árstími – myrkur, kertaljós, kápur, treflar og heitir drykkir. Það er enn frekar hlýtt hérna í Danmörku en eftir að skólinn byrjaði er ég í miklu haustskapi og þess vegna tók ég saman nokkra hluti sem ég væri til í fyrir haustið.

 

 

Fyrst þá er ég að huga að nokkrum flíkum fyrir skólann, þessi blazer frá Vero Moda finnst mér æði! Gallabuxur frá Mango, trefill frá Acne Studios og góðir íþróttaskór, þessi eru frá PUMA og fást hér. Þessi taska sem á að vera sumarvara finnst mér falleg skólataska. My Letra hálsmenið í gylltu væri flott viðbót í safnið mitt. LOVE bollinn frá Design Letters er gordjöss fyrir heita haustdrykki (og sem skraut). Góður heimilisilmur er síðan alltaf góð hugmynd.

 

 

Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.