Þessar ljúffengu enchiladas eru fljótlegar í bígerð og eru algjört lostæti. Það er mjög sniðugt að nota afgangs nautahakk, eins og ég gerði, en annars tekur það enga stund að útbúa það. Svo er stór plús að rétturinn er barnvænn,  svona réttir slá alltaf í gegn hjá 7 ára syni mínum. Ég elska að gera mat sem öllum finnst góður á heimilinu. Það er gott að bera réttinn fram með ostasósunni, avokadóstöppunni og sýrðum rjóma ásamt nachosflögum.

IMG_1908 (1)

Fyrir 2-3

6 tortillur
400-500 g nautahakk (eða vegan hakk)
1 lítil krukka salsasósa
Cayenne pipar
Cumin
Papriku krydd
Salt og pipar
Rjómaostur
1/2 blaðlaukur, smátt skorinn
2-3 msk sýrður rjómi
Chili explosion
2-3 tómatar, smátt skornir
Rifinn cheddar ostur
Rifinn gratín ostur eða annar rifinn ostur (má sleppa)
Ferskur kóríander

Avókadóstappa
2 avókadó (eða meira)
1 msk safi úr lime
Salt og pipar

Ostasósa
2 msk smjör
1 msk hveiti
2 dl nýmjólk
5 dl rifinn cheddar ostur
Cayenne pipar
Smá salt

Steikið hakkið á pönnu, kryddið með cayenne pipar, cumin, papriku kryddi, salti og pipar og hrærið salsasósunni saman við. Ég mæli með að steikja meira hakk og nota það daginn eftir í annan rétt eða nota hakkið, sem var eldað daginn áður, í þennan rétt.

Smyrjið tortillurnar með rjómaosti. Dreifið blaðlauknum yfir og því næst dreifið nautahakki yfir eftir smekk (mér finnst ekki gott að hafa of mikið).

Rúllið upp tortillunum og raðið í eldfast form sem er smurt. Smyrjið yfir þær sýrðum rjóma og kryddið með chili explosion. Dreifið tómötunum yfir og stráið rifnum osti yfir allt saman. Bakið í 15-17 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er orðinn gylltur. 

Toppið enchiladas með ostasósunni, avókadóstöppunni og ferskur kóríander.

Avókadóstappa
Stappið avókadó og keistið safa úr lime yfir. Saltið og piprið.

Ostasósa
Bræðið smjörið í pott við vægan hita. Hrærið hveitinu saman við og blandið því næst mjólkinni út í. Hrærið þar til blandan hefur þykknað og bætið cheddar ostinum við. Hrærið þar til osturinn hefur bráðnað og kryddið eftir smekk.

IMG_1965

IMG_1947 copy

 

 

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.