Sólin hefur heiðrað okkur með nærveru sinni síðustu daga og örugglega margir byrjaðir að spá í hvert skuli ferðast í sumar. Ég sjálf hef alltaf haft gaman af því að ferðast innanlands svo ég tók saman nokkra skemmtilega og áhugaverða staði að stoppa á í sumar.

Guðlaug Akranesi
 1. Fjöruhúsið Arnarstapa
  Þetta heillandi kaffihús er í smá uppáhaldi hjá mér, en það er yndislegt að sitja þarna við fjöruborðið með kaffi. Taka göngutúr í fallegu umhverfinu og skoða sig um.  Meira hér.
 2. Guðlaug Akranesi
  Já ég er af Akranesi og mögulega ekki alveg hlutlaus en samt, þarna er agalega kósí að vera. Útsýnið er æðislegt, ef þú þorir geturðu tekið sjósund. Meira hér.
 3. Landnámsdýragarðurinn við Víkingaheima
  Þessi dýragarður er opinn á sumrin og gefur fólki færi á að sjá lömb, kiðlinga, endur, kálfa, kanínur og landnámshænur svo eitthvað sé nefnt. Skemmtilegur áfangastaður fyrir börnin og er aðgangur ókeypis í sumar. Meira hér.
 4. Skrímlasafnið Bíldudal
  Ég hafði ekki heyrt um þetta safn, en hversu skemmtileg hugmynd. Ég hef ekki farið en hef sett það á lista yfir hluti sem mig langar að fara innanlands. Þar er haldið utan um skrímslasögur sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum aldirnar og sagt frá viðureignum manna og skrímsla á nýstárlegan hátt. Meira hér.
 5. Efsti-dalur II á Suðurlandi
  Við fórum hingað fjölskyldan þegar við vorum í bústað nálægt. Vingjarnlegur hundur tók á móti okkur, við borðuðum hádegismat og fengum okkur svo ís sem er gerður á staðnum. Sú stutta, tveggja ára var mjög ánægð með að borða ísinn með kýrnar hinu megin við gluggann. Meira hér.
 6. Snæfellsnesið
  Ég hef þónokkrum sinnum tekið dagslangan rúnt um Snæfellsnesið, og verð aldrei fyrir vonbrigðum. Stoppað í kaffi á Arnarstapa, farið í Vatnhelli, á Grundarfjörð og kíkt við á Kirkjufellið en þar er upplagt að taka rölt. Heyrt sögur af tröllum þegar við keyrðum hraunið yfir á Stykkishólm þar sem er gott að borða áður en haldið er heim. Meira hér.

Það eru auðvitað fullt af öðrum skemmtilegum stöðum að skoða á fallega landinu okkar en vonandi gefur þetta ykkur innblástur.

 

 

Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.