Ég hafði samband við Hlíf Ragnarsdóttir hárskera- og hársnyrtimeistara og eiganda Hárnýjung hárstúdíó og fékk að heyra hvað straumar og stefnur yrðu vinsælir í hártískunni í sumar.

Þetta hafði Hlíf um sumartískuna að segja:

Horft er svolítið til náttúrunnar þegar hárgreiðsufólk leitar að innblæstri fyrir sumarið, bæði í litum og stíl og ekki síst íslenskrar náttúru.

Slétt hár eða “Super straight” er mikið trend þessa dagana og er því gott sléttujárn algjört must. Mér þykir járnin frá HH Simonsen vera best og ekki skemmir fyrir að þau eru með 5 ára ábyrgð. Svo er mikil vakning í að fá sér Keratín meðferð en hún sléttir og styrkir hárið og það besta er að hún endist í 3-6 mánuði, fyrir þær sem eru með úfið hár og þurfa helst að slétta á sér hárið daglega er þessi meðferð algert kraftaverk og mikill tímasparnaður.

Hér sjáið þið fyrir og eftir myndir eftir Diamond Touch Luxury Keratín hársléttun.
20% afsláttur af þessir meðferð hjá Hárnýjung til 20. maí fyrir lesendur Framans.

bride-romantic-waves (002)

 

Nú fer tími brúðkaupsgreiðslanna í hönd. Í sumar verða áfram léttar og rómantískar greiðslur allsráðandi. Fallegir liðir og hárið sett upp ýmist allt eða til hálfs. Einnig ber svolítið á léttum fléttum með. Hárskrautið er svo lifandi blóm sem gerir greiðsluna enn rómantískari.

Allskonar útgáfur af fléttum halda áfram að vera mikið í tísku í sumar. Það má segja að Game of Thrones hafi gefið tóninn en þar má sjá listilega vel gerðar og töff útfærðar fléttur.

Svokallaður “Baby bangs” eða stuttur toppur  hefur sést mikið á tískupöllunum undanfarið. Það geta samt ekki allir státað af svoleiðis svo endilega fáið ráðleggingar hjá ykkar fagmanni hvort slíkt mundi henta þínu andlitsfalli.

Messy_Pomp_grande (002)

Hjá herrunum verður áfram “fade out” í tísku, en ekki eins “skinny” eins og hefur verið en hárið er farið að lengjast ofan á höfðinu og eitthvað farið að bera á undercut semsagt stutt undir en síðara að ofan, svo strákar nú er að leyfa hárinu að vaxa aðeins en þá er algjört must að nota gott stuff í hárið og finnst mér Dapper Dan vörurnar algjör snilld! Annars má segja að herra lúkkið sé eiginlega pínu messy í sumar.

Facebook hjá Hárnýjung: https://www.facebook.com/Harnyjung.harstudio/
Heimasíða: https://harnyjung-harstudio.business.site/

 

Vona að þetta veiti ykkur innblástur en undirrituð kitlar í puttana að gera einhverjar breytingar fyrir sumarið!

Arnbjörg Baldvinsdóttir
Arnbjörg Baldvinsdóttir er 28 ára. Hún býr í Kópavogi ásamt kærasta sínum og dóttur. Hún er menntaður margmiðlunarhönnuður frá Óðinsvé í Danmörku með áherslu á markaðsfræði. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún sem Viðskiptastjóri hjá 66°Norður.

Author: Arnbjörg Baldvinsdóttir

Arnbjörg Baldvinsdóttir er 28 ára. Hún býr í Kópavogi ásamt kærasta sínum og dóttur. Hún er menntaður margmiðlunarhönnuður frá Óðinsvé í Danmörku með áherslu á markaðsfræði. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún sem Viðskiptastjóri hjá 66°Norður.