Þetta ostasalat er svo dásamlega gott. Þetta er nýja uppáhaldið mitt og ég skora á ykkur að prófa. Svo einfalt að útbúa og það passar sérlega vel með kexi, hrökkbrauði eða smyrja á tortillur. Tilvalið til að bera fram í veislum! Innblásturinn af ostasalatinu er salat sem við og tengdafjölskyldan mín borðuðum mikið af á Flórída nú á dögunum. Við gátum ekki hætt að kaupa það og ég gat ekki hætt að hugsa um það. Ég varð að prófa að gera mína útfærslu af því og það heppnaðist svo vel. Í uppskriftinni eru litlar paprikur en það er einnig hægt að nota bara þessar venjulegu paprikur í staðinn. Ég mæli líka með að smakka sig áfram með jalapeno.

IMG_1492

Uppskrift

6 dl rifinn cheddar ostur
3 msk majónes
4 msk rjómaostur
2 msk smátt skorið jalapeno úr krukku
3 litlar paprikur (pimiento paprikur), smátt skornar

Hrærið hráefnið vel saman í skál með skeið og berið fram með kexi.

IMG_1338 copyIMG_1487

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.