Hver elskar ekki klassísku og góðu sjónvarpskökuna? Þessi kaka er mín allra mest uppáhalds en ég hef þróað þessa uppskrift í gegnum tíðina. Í henni er mikið af kókoskaramellu en mér finnst hún aðalatriðið. Kakan er dásamlega mjúk, karamellan stökk og er hún afar ljúffeng með ísköldu mjólkurglasi eða góðum kaffibolla.

IMG_0903

Uppskrift

2 egg
150 g sykur
1 tsk vanilludropar
125 g hveiti
1 tsk lyftiduft
30 g brætt smjör
80 ml mjólk

Kókoskaramella
140 g smjör
120 g kókos
130 g púðursykur
1 dl rjómi

Þeytið egg og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Sigtið saman við hveiti og lyfitdufti og hrærið varlega saman. Hellið smjörinu og mjólkinni út í og blandið varlega við.

Hellið deiginu í 22-26 cm smurt kökuform. Mér finnst þægilegt að setja smjörpappír í botninn. Bakið í 15-20 mínútur við 180°C.  Á meðan kakan bakast þá er gott að útbúa karamelluna.

Blandið smjöri, kókosmjöli, púðursykri og rjóma í pott og hitið í ca. 5-8 mínútur. Dreifið karamellunni á kökuna og bakið í aðrar 12-15 mínútur. Mjög gott að bera kökuna fram með þeyttum rjóma.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.