Sænski risinn IKEA er ekkert að flækja hlutina og leitar beint til neytandans eftir áliti á vörum sínum – sem er einstaklega vel gert. Nýverið lögðu þeir út spurninguna „hvað vantar inn á baðherbergi til að gera rýmið hagkvæmara og fá aukið skipulag?“. Fólkið svaraði HEMNES!

HEMNES er ein af vörulínum IKEA sem þykir hvað vinsælust hjá fyrirtækinu. Hún inniheldur mublur sem henta stofunni, anddyrinu, skrifstofunni og baðherberginu. Og mun nú vera fáanleg með fleiri útfærslum fyrir baðherbergið, þökk sé hinum almenna neytanda.

Í þessari skemmtilegu tilraun bauð IKEA til sín ósköp venjulegu fólki sem hefur alls ekki komið nálægt neinni vöruþróun áður. Fólkið fékk það verkefni að koma með sínar óskir og hugmyndir að því hvað vanti inn í vörulínuna á baðherbergið, hvað má bæta til að gera rýmið meira skipulagt og notalegt. Enda fyrsta rými heimilisins sem við notum á morgnanna og þar af leiðandi afar mikilvægt rými.

Hér getur þú bæði geymt þurr handklæði eða hengt upp blaut eftir sturtu. Nú eða notað eininguna í anddyrinu – svo fjölnota er HEMNES vörulínan.

Eftir samstarfsverkefni hins almenna neytanda og IKEA varð útkoman ný útfærsla af þessum fjölnota og klassísku baðherbergismublum. Við erum að sjá nýja útgáfu af opnum skáp með handvaski, bekk með geymslurými og háan glerskáp sem henta hvaða rými heimilisins sem er.

Myndir // IKEA

 

 

 

Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.