Mig hefur lengi dreymt um fallega förðunaraðstöðu en aldrei haft tök á því vegna þess að ég hef ekki haft almennilegt pláss til þess. Þegar ég byrjaði að farða fyrir 10 árum síðan keypti ég svartar stál hillur sem ég keypti í baðdeildinni í IKEA. Þær hafa gengið í gegnum súrt og sætt með mér síðan þá og búið á sex stöðum með mé. Það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið ansi góð kaup enda orðnar tíu ára gamlar.

gamla aðstaðan

Hér eru tenglár á þær – minni hillan og stærri hillan

Við kærustuparið keyptum okkar fyrstu eign saman fyrir um ári síðan og aukaherbergið í íbúðinni okkar bauð upp á meiri valmöguleika en stálhillurnar góðu þannig mig langaði til þess að taka aðstöðuna alla leið.

Ég hafði pinnað mikið magn af snyrtiaðstöðum í gegnum árin á Pinterset og því var mikill valkvíði þegar það kom að því að ákveða hvernig lokaútkoman ætti að verða.

Það er mjög vinsælt að nota skrifstofu hillueiningu með skúffum frá IKEA sem heita ALEX í snyrtiaðstöður. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að finna aðrar skúffur sem gætu gengið sem geymslur undir förðunardótið en endaði alltaf á þeim.

Ég rakst á mynd af aðstöðu á Pinterest sem innihélt fartölvu skrifborð úr IKEA sem var hvítt en borðið er einungis selt svart og mér fannst það ekki ganga við hillurnar. Ég fór því að hugsa hvernig ég gæti framkvæmt þetta út frá skrifborðinu því mér fannst það svo flott svona hvítt. Skrifborðið heitir VITTSJÖ og kostar einungis 4.450 kr.

skrifborð

Ég ákvað að kaupa borðið og tvær ALEX hillueiningar. Ég fór með borðið í sprautulökkun á bílaverkstæði og lét gera það perluhvítt þannig að það er ekki alveg jafn hvítt og hillurnar. Það sem er svo skemmtilegt við perluhvíta bílalitinn er að það er smá glimmer í málningunni.

Ég keypti svo förðunarljós úr IKEA sem heita MUSIK til þess að hafa sitthvoru megin við spegilinn en þau kosta 3.990 kr stykkið. Maður tengir þau svo saman í snúru til þess að setja í samband. Ég lét kærastann minn framkvæma það og kaupa snyrtilega snúru sem er hvít og glæran slökkvara þannig það færi lítið fyrir henni. Við fundum það í Byko.

Þá var það að finna spegil sem að myndi passa á milli hillana með ljósin tvö þannig að þetta væri eins og eining. Ég ákvað að panta slíkan spegil til þess að hann myndi passa akkúrat þarna á milli og mældi bilið á milli hillana og svo hæðina á ljósunum. Spegilinn pantaði ég í Íspan og það kom mér á óvart hvað hann var ódýr.

Að lokum var mesti hausverkurinn að finna stól við. Ég var svolítið spennt fyrir Ghost stólnum frá Kartell en kærastinn minn var ekki á því að kaupa plaststól fyrir 40 þúsund. Ég er mjög fegin að hann var ekki til í það því að ég fann svo ótrúlega fallegan stól í Línunni sem setti punktinn yfir i-ið og brýtur hvíta litinn upp.

lokautkoman

Ég er alveg í skýjunum með aðstöðuna mína.

Þrátt fyrir að hafa tvær hillueiningar þá er einungis önnur í notkun fyrir snyrtidótið en hin kemur sér vel fyrir ýmislegt annað.

Það sem mér finnst samt svo skemmtilegt við þetta hvað kostnaðurinn var lítill miðað við efnið.

Vona að ykkur hafi fundist gaman að lesa.

Alexandra Sif Nikulásdóttir
Alexandra er oftast kölluð Ale eða Ale Sif. Hún er 30 ára og er búsett í Garðabænum ásamt kærastanum sínum. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá FitSuccess síðastliðin níu árin og er einnig förðunarfræðingur.
Alexandra átti farsælan feril í Fitness keppnum fyrir nokkrum árum síðan sem leiddu til þess að hún hélt uppi vinsælu bloggi og skrifað dálk í blöðin um heilsu og hreysti.
Hún hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, skipulagi og förðun svo eitthvað sé nefnt.

Author: Alexandra Sif Nikulásdóttir

Alexandra er oftast kölluð Ale eða Ale Sif. Hún er 30 ára og er búsett í Garðabænum ásamt kærastanum sínum. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá FitSuccess síðastliðin níu árin og er einnig förðunarfræðingur. Alexandra átti farsælan feril í Fitness keppnum fyrir nokkrum árum síðan sem leiddu til þess að hún hélt uppi vinsælu bloggi og skrifað dálk í blöðin um heilsu og hreysti. Hún hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, skipulagi og förðun svo eitthvað sé nefnt.