Sara Björk Purkhús er 28 ára viðskiptafræðingur, en hún útskrifaðist með BS gráðu frá HR 2014. Í dag starfar Sara sem fyrirtækjaráðgjafi, og rekur vefverslunina purkhus.is sem hún opnaði í september 2017. Purkhús býður uppá einstakar, skemmtilegar og vandaðar heimilis- og gjafavörur.

Sara segist alltaf hafa viljað stofna sitt eigið fyrirtæki og skapa eitthvað sjálf. Mér hefur alltaf þótt gaman að hafa fínt í kringum mig og mig hefur líka alltaf langað til þess að vera með mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð árið 2015 þá kviknaði áhuginn enn meira og ég var stanslaust að skoða fallegar heimilisvörur bæði á netinu og í verslunum.” Segir Sara og heldur áfram. “Í ársbyrjun 2017 ákvað ég svo loksins að ég myndi stíga skrefið og opna vefverslun með heimilis- og gjafavörum. Mig langaði til þess að einblína á einstakar, skemmtilegar og vandaðar heimilis- og gjafavörur. Hönnun á lógó, ákvarðanir um vöruúrval, uppsetning vefverslunarinnar og fl. tók svo ákveðinn tíma og ég opnaði vefverslunina í september sama ár.”

Síðan þá hefur Sara unnið að því að auka vöruúrvalið í versluninni jafnt og þétt. “Til að byrja með var aðeins hægt að versla á netinu og fá sent með pósti. Í nóvember 2018 opnaði svo sýningarrými Purkhús í Ármúla 19. Þar er hægt að koma á auglýstum afgreiðslutíma til að sækja pantanir eða versla á staðnum.”

Sara segist lengi hafa haft áhuga á innanhúshönnun og fallegum hlutum. “Ég hef líklega haft áhuga á þessu frá því að ég var unglingur. Ég man að mér fannst alltaf mjög gaman að breyta til í herberginu mínu, bæði breyta uppsetningunni á herberginu og skipta út ýmsum smámunum. Áhuginn hefur svo aukist með árunum og er þetta mitt helsta áhugamál í dag.”

Hún segir að það hafi þó tekið tíma að byrja en hún lagði mikið upp úr því að uppsetningin á vefversluninni væri góð. “Það tók svolítinn tíma að koma sér af stað þar sem ég var að gera þetta allt í fyrsta skipti. Það voru mörg símtöl og tölvupóstar sem fóru í það að leita mér upplýsingar um hvernig ég ætti að gera hlutina. Uppsetning vefverslunarinnar sjálfrar tók líka góðan tíma en mér fannst mjög mikilvægt að síðan sjálf væri falleg og þæginleg í notkun.” Segir Sara, en hvaða ráð myndi hún gefa eitthverjum sem er að byrja núna?
“Mér finnst vandvirkni mjög mikilvæg og það að gefa sér góðan tíma í að gera hlutina vel. Ég mæli líka með því að nota Shopify til þess að setja upp vefverslunina sjálfa, það hefur reynst mér mjög vel. Shopify er mjög notandavænt og gerir manni kleift að setja upp fallega vefverslun þó maður hafi enga þekkingu á forritun eða neitt slíkt.”

Nú á Sara ótrúlega fallegt heimili sjálf en ég mæli með að fylgja henni á Instagram. Hún segist aðallega fá innblástur af Instagram og Pinterest. “Ég er að fyljgast með mörgum áhugaverðum einstaklingum á Instagram og ég fæ mikinn innblástur þaðan. Sem dæmi mætti ég nefna @goldalamode og @lustliving.

Það er margt fallegt til á purkhus.is núna en Sara segir Fjaðrablómin vera þau vinsælustu hjá sér eins og er. “Fallegu fjaðrablómin  vorum við bara að taka upp núna í lok febrúar. Fjaðrablómin minna á magnolíu blóm sem eru virkilega falleg. Hver pakkning inniheldur 12 stk. fjaðrablóm sem eru á þunnum vír sem er hægt að festa á greinar eða aðrar skreytingar. Blómin fást í mörgum litum og gerðum. Við seljum svo bæði gervi trjágreinar og þurrkaðar trjágreinar sem eru ótrúlega fallegar með fjaðrablómunum. Gervitrjágreinarnar fást hér en þurrkuðu greinarnar okkar fást aðeins í sýningarrýminu okkar í Ármúla 19 þar sem þær eru of brothættar fyrir póst. Myndir af ýmslum útfærslum af blómunum getur þú séð hér. 

Sara segir að það séu spennandi tímar framundan hjá henni og Purkhús vefverslun og mæli ég eindregið með því að fylgjast með þessari flottu konu og skemmtilegu vefverslun.

Instagram/@purkhus
Instagram/@sarabjorkp

Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.