Þessir fallegu standar eru tilvaldir í veislurnar sem framundan eru og það kemur sérlega vel út að bera fram mat á þeim. Standarnir eru nýjung úr smiðju Multi by multi en við töluðum við Þórunni Huldu Vigfúsdóttir sem er eigandi og hönnuður fyrirtækisins.

IMG_6953Þórunn stofnaði fyrirtæki sitt árið 2014 með vöru sem hún hannar og framleiðir sjálf en það eru stjörnumerkjaplattarnir sem svo margir þekkja. Þeir slógu rækilega í gegn og eru ennþá aðalsöluvara þeirra. Það hefur alltaf verið á döfinni að koma með fleiri vörur segir Þórunn en það hefur þurft að bíða betri tíma vegna mikilla anna í kringum plattanna.

IMG_6942
Það var ekki fyrr en Þórunn fór að leika sér með stál að hún fékk þá hugmynd að gera köku og snittustanda. Hún var að ferma í fyrra og fór á stjá að leita af flottum stöndum til að leigja en ekkert var til sem höfðaði til hennar. Hún var með ákveðna hugmynd í huga og ákvað því að koma henni í framkvæmd með hjálp mannsins síns. ,,Ég er the thinker og hann er the doer,, segir Þórunn. Í sameiningu ákváðu þau að hanna og framleiða standa en þeir heppnuðust sérlega vel eins og sjá má á myndunum.

Þeir slógu í gegn í fermingarveislunni og margir höfðu áhuga á að leigja af þeim. Það varð til þess að þau ákváðu að byrja að leigja standana út. Þeir henta vel í fermingar-, skírnar-, brúðkaups-, útskriftar- eða afmælisveislur. Einnig eru þau með hugmyndir um að þróa standana enn frekar og bæta inn fleiri valmöguleikum sem gera þá enn skemmtilegri, eins og hæðin fyrir makkarónurnar.

IMG_7000.jpg

IMG_6760

IMG_6849

IMG_6838

IMG_6735IMG_6704IMG_6660IMG_6627Þau settu saman þetta glæsilega veisluborð. Þórunn hafði samband við Hamborgarafabrikkuna og fékk girnilega litla hamborgara sem eru hentugir á standana og veislubakka frá Tokyo sushi.
Þórunn leitaði til Auðar í 17 sortum fyrir kökustandana en hennar skoðun er sú að þar séu einfaldlega bestu og fallegustu kökurnar sem eru í sölu.
Makkarónurnar eru frá Bernhöftsbakarí og Þórunn segir að þær séu þær bestu sem hún hafi smakkað. Svörtu makkarónurnar eru með lakkrískremi á milli og kláruðust fyrst. Þær eru bara ólýsanlega góðar segir hún.
Pavlovurnar gerði Þórunn sjálf en þær eru alltaf klassískar og koma vel út á stöndunum.

Ef áhugi er á að leigja matarstandana er hægt að hafa samband við Multi by multi á facebook síðu þeirra. Hægt verður að velja einn eða fleiri standa eða það sem hentar hverjum og einum.

https://www.facebook.com/multibymulti/

Myndirnar tók Berglind Hreiðarsdóttir

 

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.