Mér finnst fátt skemmtilegra en að skoða fallegar íbúðir, fá hugmyndir og innblástur frá öðrum. Því finnst mér tilvalið að deila með ykkur myndum af heimili mínu sem var að koma á sölu nú á dögunum.

Íbúðin var alveg tekin í gegn þegar við keyptum hana fyrir tveimur árum en við vildum þó halda í þetta gamla. Húsið er byggt árið 1959 og innréttingarnar eru allar upprunalegar. Það er eitthvað svo sjarmerandi að blanda þessu gamla við nýtt og ferskt. Íbúðin er vel staðsett í hjarta Reykjavíkur, örstutt á kaffihús, sundlaug Laugardals og alla helstu þjónustu. Okkur fjölskyldunni hefur liðið ótrúlega vel hérna.

Þið getið skoðað hana betur hér og hér.

Hús og híbýli kom í heimsókn fyrir jól og þið getið lesið viðtalið og skoðað myndirnar hér.


Hér eru myndir af íbúðinni áður en við breyttum henni.

IMG_5340IMG_5230

IMG_5316

Einn uppáhalds staðurinn minn í íbúðinni er eldhúsið. Við vildum halda fallegu upprunalegu innréttingunni í eldhúsinu og máluðum hana hvíta, settum nýjar höldur og borðplötu. Keyptum nýja eldavél, vask og blöndunartæki og flísalögðum með klassískum subway flísum. Þar sem það er ekki þvottahús inni í íbúðinni létum við smíða innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í eldhúsið. Hringborðið og stólarnir eru frá Pennanum.

508

Við rifum allt út úr baðherberginu og settum nýtt inn. Máluðum veggina og loftið með dökkgrænum lit. Keyptum falleg blöndunartæki hjá Tengi og flísarnar eru úr Flísabúðinni.

IMG_5031

IMG_3925

IMG_5136

IMG_4914
Við vildum skapa huggulega stemmingu í stofunni og því völdum við þetta fallega veggfóður á einn vegginn. Við settum upp rósettu og loftlista. Sófann keyptum við í Heimahúsinu og er hann afar þægilegur. Stólarnir við borðstofuborðið eru frá Heimahúsinu og Pennanum, en bekkurinn er frá Ikea. String hilluna notum við sem tölvuborð.

Við settum nýtt parket á gólfin og ákváðum að velja viðarparket frá Agli Árna.

IMG_5430


Svefnherbergið er rúmgott og ég er sérstaklega ánægð með rúmgaflinn sem við bjuggum til sjálf. Við keyptum myndarammahillur í Ikea og festum á vegginn með stórri spónarplötu. Þá er komið geymslupláss bakvið rúmgaflinn. Ljósið sem heitir Sinnerlig og er frá Ikea, spreyjuðum við svart.

IMG_5357

IMG_5379
Við völdum fallega bláa málningu í barnaherbergið og máluðum myndarammahillur frá Ikea í sama lit. Ananas ljósið er frá Pennanum Eymundsson.

 

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.