Seinustu mánuði hef ég deilt með fylgjendum mínum á Instagram (alesif) uppáhalds snyrtivörunum mínum. Einnig hef ég farðað mig og sýnt annað tengt þeim.
Mér finnst virkilega gaman að sjá hvaða vörur aðrar nota og hvernig þær nota þær. Það hefur gefið mér mikið af hugmyndum og innblæstri.
Ég tók saman þær snyrtivörur sem stóðu upp úr hjá mér árið 2018 og mig langar til þess að deila þeim með ykkur.

Sumar af þessum vörum hef ég fengið í gjöf og tek ég það sérstaklega fram við þær vörur.

til111_charlottetilbury_hollywoodflawlessfilter_medium_1_1560x1960-xmcwo

Charlotte Tilbury Hollywood Flawless filter
Ég ætla byrja á þessari þar sem hún er sú sem stendur hvað mest upp úr. Ég er mikill Charlotte Tilbury aðdáandi og hef hægt og rólega safnað að mér dóti frá henni. Það var vinkona mín sem benti mér á þessa vöru. Ég hafði heyrt af henni áður en var ekki alveg að átta mig á hvernig hún virkaði.
Ég keypti mér hana og var alls ekki svikin. Þetta er sem sagt fljótandi ljómi sem hægt er að nota yfir allt andlitið, út í farða eða eins og higlighter. Ljóminn er bara á einhverju öðru “leveli” og svo mjúkur og fallegur.
Ég nota lit númer þrjú en vörurnar hennar Charlotte fást einungis á netinu á Cult Beauty (hægt að fá sent heim) eða erlendis.

290646_1_3_554

Max Factor kohl blýantur //samstarf
Þessi blýantur!
Ég er orðin meira hrifin af mildari eyeliner og nota þennan mikið undir í hárrótina á efri augnhárunum til þess að gefa augnhárunum fyllingu eða þá sem venjulegan eyeliner. Hinn fullkomni brúni að mínu mati, ekki of rauður og ekki of svartur og svo er hann á ótrúlega góðu verði.

 

 

61xVRq2R6tL._SY550_

Becca Ombre Nudes augnskuggapalleta //samstarf
Þessa keypti ég mér í október og hún hefur verið notuð í hvert skipti sem ég hef farðað mig eftir það og nánast allar farðanir sem ég hef gert. Það er eitthvað við lit númer tvö í henni, finnst hann svo ótrúlega fallegur í skyggingar. Svo eru hinir litirnir engu síðri en litirnir eru mattir og fallega brúntóna.

 

 

 

urban-decay_naked-heat_001_palette

Urban Decay Naked Heat augnskuggapalleta
Þessa keypti ég mér árið 2017 og hún hefur verið í stöðugri notkun síðan þá. Augnskuggapalletan inniheldur fallega rauðtóna liti og mér finnst gera svo mikið fyrir bláu augun mín að setja bara rétt með förðuninni.

 

 

 

 

bca079_becca_firstlightprimingfilter_1_1560x1960-io25e

Becca first light primer filter //samstarf
Mest notaðasti primerinn minn á seinasta ári. Ég á það til að flakka á milli þar sem þeir gera mismunandi áferðir en mér finnst mjög fallegt að nota gott rakakrem og þennan hér. Hann er mjög náttúrulegur, veitir raka og ljóma.

 

 

 

ff

NARS Radiant tinted moisturiser
Ég reyndar fíla fleiri farða frá NARS en þessi var mest notaður á seinasta ári. Vinkona mín benti mér á hann. Þetta er sem sagt litað dagkrem en samt alveg fín þekja í því. Ekki of mikil og ekki of lítið. Ég ber það yfirleitt á með svampi til þess að fá náttúrulega áferð.
Nars fæst erlendis í Sephora og Selfridges t.d.

 

 

 

Lancome maskara kombó //samstarf
Ég notaði Lancome Hypnose fyrir nokkrum árum síðan en ég flakka reglulega á milli maskara. Ég fékk þessa tvennu að gjöf og var búin að gleyma hvað ég fílaði Hypnose mikið. Hvíti maskarinn er grunnur til þess að næra augnhárin og gera meiri fyllingu og svo er maskarinn settur yfir. Elska hvað greiðan er mjó og þykktin er svo fín á maskaranum, klessir ekki augnhárin og gerir þau mjög falleg.

 

woman

Hugo Boss Woman ilmvatn
Ég og Boss ilmvötn. Það er bara eitthvað við þau!
Ilmvötnin frá þessu merki eru þau einu hingað til sem ég fæ ekki mígreni af.
Ég átti tvo mimsunandi ilmi frá þeim í byrjun árs en vinkona mín gaf mér svo þessa og hún er svona skemmtilega fersk og mest notuðust hjá mér á seinasta ári. Ég er búin að nota The Scent frá þeim seinustu þrjú árin og kærastinn minn líka.

 

 

1993 Urban Decay varablýantur og MAC Pure Zen varalitur
Ég keypti mér Pure Zen varalitinn þegar ég var að finna mér varalit sem myndi passa við afmæliskjólinn minn þegar ég hélt upp á þrítugsafmælið mitt. Hann er kremaður, ferskjulitaður með smá bleikum tón og mjög hlýr.

Ég varð svo að eignast 1993 eftir að ein af mínum uppáhalds á Instagram, Guðrún Sortveit, var að nota hann. Hann er svona skemmtilega 90’s ef svo má að orði koma.
Ég notaði hann svo óvart við þennan varalit og það sem mér finnst svo skemmtilegt er að blýanturinn er örlítið dekkri en varaliturinn og ég fíla það.

 

sun

Becca sólarpúður – Sunset waves og Sunrise waves //samstarf
Þetta sólarpúður kom út í sumar og er einungis tímabundin vara því miður. En það sem þau eru falleg, ég á bæði en annað er dökkt og hitt ljósara. Þetta ljósa hef ég notað sem bronzer en dekkra meira sem kinnalit. Ég vona að það komi eitthvað sambærilegt frá þeim aftur.

 

 

hydraa

Becca hydra mist //samstarf
Jæja það er alveg greinilegt að Becca er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er bara eitthvað við þær vörur. Sérstaklega þegar kemur að húðvinnu enda leggja þau mesta áherslu á það.
Þetta púður er laust púður sem inniheldur raka og kælir húðina í leiðinni. Það náði að sigra lausa púðrið frá Laura Mercier þar sem að það gerir ekki fínar línur og þurrkar húðina ekki eins mikið.

 

 

msaSmashbox Cali Contour //samstarf
Ég flakka á milli skyggingaraðferða en þessi palleta var mest notuð til þess árið 2018. Hún er mjög skemmtilega uppsett með einum gráum skygginartóni, sólarpúðri, tveimur ljómapúðurslitum, einum kinnalit og púðri til að birta.
Maður fær einhvern vegin allt í einu með þessari palletu og litirnir fallegir.

 

dark

Dark oil frá Sebastian //samstarf
Ég er svo ótrúlega ánægð að hafa kynnst þessari hárolíu. Ég hef notað hárolíur frá því ég man eftir mér og þær hafa verið mismunandi góðar. Það sem fær Dark oil til þess að standa upp úr er að það er mjög góð lykt af henni, hún gerir hárið hvorki feitt né klístrað og er einstaklega létt. Fyrir utan það að hún gerir hárendana eins og silki og nærir það.

 

 

Ég gæti mögulega skrifað meira en ég tek það fram að snyrtibuddan mín er mjög breytileg. Ég á það til að fá æði fyrir vissum hlutum um eitthvert skeið en þetta eru mest notuðustu vörurnar mínar á liðnu ári.

Ég vona að þið hafið haft gaman af.
Þess má geta að það er Tax Free um helgina í Hagkaup þar sem að flestar vörurnar fást.

Ale Sif

Alexandra Sif Nikulásdóttir
Alexandra er oftast kölluð Ale eða Ale Sif. Hún er 30 ára og er búsett í Garðabænum ásamt kærastanum sínum. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá FitSuccess síðastliðin níu árin og er einnig förðunarfræðingur.
Alexandra átti farsælan feril í Fitness keppnum fyrir nokkrum árum síðan sem leiddu til þess að hún hélt uppi vinsælu bloggi og skrifað dálk í blöðin um heilsu og hreysti.
Hún hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, skipulagi og förðun svo eitthvað sé nefnt.

Author: Alexandra Sif Nikulásdóttir

Alexandra er oftast kölluð Ale eða Ale Sif. Hún er 30 ára og er búsett í Garðabænum ásamt kærastanum sínum. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá FitSuccess síðastliðin níu árin og er einnig förðunarfræðingur. Alexandra átti farsælan feril í Fitness keppnum fyrir nokkrum árum síðan sem leiddu til þess að hún hélt uppi vinsælu bloggi og skrifað dálk í blöðin um heilsu og hreysti. Hún hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, skipulagi og förðun svo eitthvað sé nefnt.