Við erum svo sannarlega tilbúin að taka á móti nýjungum fyrir heimilið – í það minnst að sökkva athyglinni í fallegar myndir sem fá hugann til að reika á suðrænar slóðir og hjartað til að slá örlítið hraðar. Nýverið kynnti H&M Home svart-hvítar nýjungar fyrir vorið sem einkenndust mikið af grafískum munstrum. Og nú á dögunum birtust enn fleiri freistingar frá þeim, en í þetta sinn í allt öðrum anda.

 

Það er óhætt að segja að H&M sé hér undir ítölskum áhrifum og rómantíkin svífur yfir með ljósuleitu litavali og blómlegum munstrum. Vorstemningin er alveg í hámarki!

Rósir eru áberandi ásamt gulum tónum og gylltum díteilum sem setja punktinn yfir i-ið á vörurnar. Við erum að sjá geomatrísk munstur í ilmkertum og einnig silki í púðum svo eitthvað sé nefnt.
Það er eitthvað draumkennt við þessa nýju vörulínu frá H&M og við fylgjum algjörlega með.

Myndir // H&M Home

 

Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.