Ég elska að hollustuvæða mat. Eitt í uppáhaldi þessa dagana eru heimagerðar franskar sem eru töluvert betri kostur en djúpsteiktar franskar. Mér finnst þær meira segja það góðar að ég vel þær fram yfir þessar djúpsteiktu.

Hér kemur uppskriftin.

Það sem þú þarft:
-Bökunarkartöflu/ur
-Salt og pipar
-Einnig er hægt að nota chili og salt og gera chili franskar
-Ólífuolíu, mér finnst gott að nota Olifa Puglia þar sem hún er bragðmikil

cc

Aðferð:
Ég byrja á því að skera kartöfluna niður í strimla. Ég hef líka prufað báta en strimlarnir eru mun betri og meira eins og franskar.
Strimlunum raða ég svo ofan á ofnskúffu með bökunarpappír undir. Það er mjög mikilvægt að hafa gott bil á milli upp á að strimlarnir nái að bakast almennilega.

Eftir að hafa raðað þeim upp skvetti ég olíunni yfir í hófi. Það er ekki gott ef það er of mikið af olíu þá verða franskarnar blautar og slepjulegar. Því næst krydda ég vel yfir áður en ég set skúffuna í ofninn.
Ofninn hef ég á sirka 180 gráðum. Nú er ég verst í heimi að gefa einhverju tíma en ég fylgist vel með þeim í ofninum og tek þær út þegar mér finnst þær líta út fyrir að vera tilbúnar. Gott viðmið er að stinga gaffal ofan í eina, þær mega ekki vera of mjúkar og orðnar smá “krispí” á endunum.
Bökunarkartöflur þurfa alltaf góðan tíma í ofninum til að eldast í gegn. Þannig allavega 45 mín.

Mér finnst best að nota Chilli tómatsósu með.

c

Njótið!

Alexandra Sif Nikulásdóttir
Alexandra er oftast kölluð Ale eða Ale Sif. Hún er 30 ára og er búsett í Garðabænum ásamt kærastanum sínum. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá FitSuccess síðastliðin níu árin og er einnig förðunarfræðingur.
Alexandra átti farsælan feril í Fitness keppnum fyrir nokkrum árum síðan sem leiddu til þess að hún hélt uppi vinsælu bloggi og skrifað dálk í blöðin um heilsu og hreysti.
Hún hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, skipulagi og förðun svo eitthvað sé nefnt.

Author: Alexandra Sif Nikulásdóttir

Alexandra er oftast kölluð Ale eða Ale Sif. Hún er 30 ára og er búsett í Garðabænum ásamt kærastanum sínum. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá FitSuccess síðastliðin níu árin og er einnig förðunarfræðingur. Alexandra átti farsælan feril í Fitness keppnum fyrir nokkrum árum síðan sem leiddu til þess að hún hélt uppi vinsælu bloggi og skrifað dálk í blöðin um heilsu og hreysti. Hún hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, skipulagi og förðun svo eitthvað sé nefnt.