Ég hef reglulega deilt uppskriftum á þeim samfélagsmiðli sem ég nota mest, Instagram stories og þaðan fært þær í highlights. Mig langar til þess að prufa mig áfram hér inni með uppskriftir líka þannig þær fái að njóta sín betur.

Ég fékk margar fyrirspurnir um þetta einfalda og bragðgóða salat og ætla að deila því með ykkur.

ale
Það sem þarf:
-Kjúklingabringur
-Kjúklingakrydd, salt og pipar
-Pastaskrúfur, mæli mikið með slíkum frá Jamie Oliver svo góðar
-Spínat, rauðlauk, gúrku og papriku, má líka bæta avoacado með
-Furuhnetur
-Ég nota einnig sólþurrkaða tómata í olíu eða smá skvettu af ólífuolíu yfir
– Jógúrtsósa eða aðra sósu. Ég kaupi gríska jógúrtsósu sem heitir Tzatziki í Krónunni.

Aðferð:
Best er að byrja á að skera niður grænmetið og setja í skál ásamt spínatinu. Kjúklingurinn er skorinn niður og steiktur á pönnu með smá olíu og kryddaður með salti, pipar og kjúklingakryddi eftir smekk. Á meðan kjúklingurinn er steiktur er hægt að sjóða pastað.
Þegar kjúklingurinn er klár er honum smellt út á salatið ásamt pastanu og hrært við. Ég bæti svo smá sólþurrkuðum tómötum, furuhnetum og jógúrtsósu ásamt dass af salti og pipar. Þar með er rétturinn klár, flóknara var það ekki.

Mér finnst mjög sniðugt að setja salatið í sér skál, kjúklinginn í sér skál og pastað í sér skál. Þannig er auðveldara að geyma þetta ef það er eitthver afgangur. Hentar mjög vel til þess að taka með í nesti t.d. í vinnuna daginn eftir.

Njótið vel.

Alexandra Sif Nikulásdóttir
Alexandra er oftast kölluð Ale eða Ale Sif. Hún er 30 ára og er búsett í Garðabænum ásamt kærastanum sínum. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá FitSuccess síðastliðin níu árin og er einnig förðunarfræðingur.
Alexandra átti farsælan feril í Fitness keppnum fyrir nokkrum árum síðan sem leiddu til þess að hún hélt uppi vinsælu bloggi og skrifað dálk í blöðin um heilsu og hreysti.
Hún hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, skipulagi og förðun svo eitthvað sé nefnt.

Author: Alexandra Sif Nikulásdóttir

Alexandra er oftast kölluð Ale eða Ale Sif. Hún er 30 ára og er búsett í Garðabænum ásamt kærastanum sínum. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá FitSuccess síðastliðin níu árin og er einnig förðunarfræðingur. Alexandra átti farsælan feril í Fitness keppnum fyrir nokkrum árum síðan sem leiddu til þess að hún hélt uppi vinsælu bloggi og skrifað dálk í blöðin um heilsu og hreysti. Hún hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, skipulagi og förðun svo eitthvað sé nefnt.