Þessi færsla er unnin í samstarfi við Prentsmið

Verandi sá skipulagsperri sem ég er þá er janúar mögulega einn uppáhalds mánuðurinn minn. Það er eitthvað við tilfinninguna að fara inn í nýtt ár eftir hátíðina, koma rútínunni aftur á og takast á við nýjar áskoranir.

Hef skrifað dagbók seinustu 10 árin
Seinustu tíu árin og nú að ganga ellefta árið mitt hef ég alltaf hafið árið með dagbók. Ég get ómögulega tamið mér það að skipuleggja mig í raftæki og finnst hlutirnir einhvern vegin frekar verða að veruleika ef ég skrifa þá á blað. Það má eiginlega segja að ég sé af gamla skólanum þegar það kemur að skipulagi.

Var áður C manneskja
Þið sem þekkið til mín trúið mér eflaust ekki en ég var mögulega C manneskja fyrir þessum tíu árum þegar ég lenti í ýmsum raunum sem gerðu það að verkum að ég snéri blaðinu við. Mig langaði til þess að gera meira með líf mitt og færði mig hægt og rólega í A manneskja ef svo má segja.

Öll þessi ár hef ég keypt sömu dagbókina og innleitt inn í hana hluti sem mér finnst vanta eins og t.d. að setja mér markmið fyrir árið og mánuðinn, innkaupalista og svona litla hluti sem halda mér við efnið.
Þetta árið er ég með nýja dagbók sem mér þykir ótrúlega vænt um.

Breyting árið 2019
Ég varð upp með mér þegar eigandi Prentsmiðs, hún Lilja hafði samband við mig og bað mig um að vinna að dagbók/skipulagsbók með sér fyrir nýtt ár. Hún lagði grunnin og sá algjörlega um hönnunina meðan ég lagði til mínar skipulagshugmyndir sem ég hef tamið mér seinustu árin.

Það sem mér finnst skemmtilegast við bókina er hversu mikla möguleika hún býður upp á. Það er engin ein leið til þess að skipuleggja sig í hana. Við leggjum grunnin en þú velur svo hvað þú gerir með hann.

Bókin er sett upp á gormum og er hægt að kaupa ýmsa aukahluti við bókina. Hver mánuður inniheldur yfirlit yfir mánuðinn, hægt er að skrifa markmið mánaðarins og einnig er þar línustrikað blað sem ég skrái niður alla reikninga sem þarf að borga fyrir mánuðinn. Markmið ársins er svo hægt að skrifa aftast.

dagbók

Við bókina má bæta við plastvasa, lituðum pennum og blokkum sem innihalda to do list og innkaupalista sem hægt er að bæta við inn á milli í bókina.

Þetta var fyrsta útgáfa af bókinni og ákváðum við að setja engar dagsetningar inn í hana þannig að það gæfi manni tækifæri til þess að byrja hvenær sem er yfir árið.

Ómetanlegt að hvetja aðra áfram
Við höfum fengið svo ótrúlega góðar móttökur að við erum hálf orðlausar og mér finnst ótrúlega dýrmætt að geta aðstoðað aðra við að setja sér markmið og skipuleggja sig.

Áhugasamir geta farið inn á Instagramið mitt og skoðað higlights sem heita skipulag og Prentsmiður. Þar sýni ég dagbókina og svo hvernig ég skipulegg mig í hana.

Annað upplagið af dagbókinni var að seljast upp en þriðja er væntanlegt í vikunni og er hægt að forpanta hana á netinu: https://prentsmidur.is/collections/skipulagsbokin

Ég ætla svo að gera aðra færslu þar sem ég fer nánar í markmiðasetningu á nýu ári.

Ale Sif

Alexandra Sif Nikulásdóttir
Alexandra er oftast kölluð Ale eða Ale Sif. Hún er 30 ára og er búsett í Garðabænum ásamt kærastanum sínum. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá FitSuccess síðastliðin níu árin og er einnig förðunarfræðingur.
Alexandra átti farsælan feril í Fitness keppnum fyrir nokkrum árum síðan sem leiddu til þess að hún hélt uppi vinsælu bloggi og skrifað dálk í blöðin um heilsu og hreysti.
Hún hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, skipulagi og förðun svo eitthvað sé nefnt.

Author: Alexandra Sif Nikulásdóttir

Alexandra er oftast kölluð Ale eða Ale Sif. Hún er 30 ára og er búsett í Garðabænum ásamt kærastanum sínum. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá FitSuccess síðastliðin níu árin og er einnig förðunarfræðingur. Alexandra átti farsælan feril í Fitness keppnum fyrir nokkrum árum síðan sem leiddu til þess að hún hélt uppi vinsælu bloggi og skrifað dálk í blöðin um heilsu og hreysti. Hún hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, skipulagi og förðun svo eitthvað sé nefnt.