Janúar er genginn í garð og þá langar mig alltaf að borða léttari og hollari mat eftir allan jólamatinn. Mér finnst þó allt gott í hófi svo lengi sem manni líður vel.
Ég setti mér markmið fyrir árið að minnka kjötneyslu og borða meiri grænmetisrétti. Þessi grænmetisréttur er mjög ljúffengur og meira að segja 6 ára stráknum mínum finnst þetta gott. Hægt er að breyta uppskriftinni í vegan og skipta þá út majónesinu og ostinum.

IMG_3557Uppskrift
1-2 hausar brokkólí
Ólífuolía
Kúmín
Laukduft
Salt og pipar
Litlar tortillur (taco)
1-2 avocado
Fetaostur
Alfa alfa spírur (má sleppa)

Rauðkálshrásalat
5 dl ferskt rauðkál
3 msk Hellmanns majónes
1½ msk jalapeno úr krukku
Salt

Skerið brokkólíið í litla bita og setjið í eldfast form. Dreifið olíu yfir og kryddið með kúmín, laukdufti, salti og pipar. Bakið í ofni við 180°c í 13-18 mínútur eða þangað til að brokkólíið er orðið stökkt.

Útbúið rauðkálshrásalatið og hitt meðlætið á meðan brokkólíið er að bakast. Blandið saman majónesi, jalapeno og salti með töfrasprota eða hrærið saman með skeið. Skerið jalapeno smátt ef þið ætlið að hræra saman með skeið.

Stappið fetaostinn. Best er að nota fetakubb en ég notaði fetaost með kryddolíu, tók bara mestu olíuna af. Stappið avocado.

Hitið tortillurnar og setjið á þær rauðkálshrásalatið, brokkólíið, avocadostöppuna og fetaostinn og toppa svo með alfa alfa spírum ef þið eigið þær til.

IMG_3558

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.