Nokkrir dagar til jóla og flestir á fullu að undirbúa jólin. Þá er tilvalið að setja þessa súkkulaðimús á jólamatseðilinn. Hún er öðruvísi en dásamlega bragðgóð og er tilvalin sem desert yfir hátíðarnar. Hvítt toblerone, hindber og hockey pulver passa sérlega vel saman. Það er einnig stór plús að súkkulaðimúsin er bæði falleg og jólaleg.

IMG_3019

Uppskrift fyrir 4-6

150 g hvítt toblerone (1½ stk toblerone)
2 msk smjör
2 eggjarauður
1,5 dl rjómi
Hindber
Hockey pulver

Bræðið toblerone og smjör yfir vatnsbaði. Hrærið eggjarauðunum rólega saman við þegar súkkulaðið hefur aðeins kólnað. Léttþeytið rjómann og hrærið varlega saman við.

Dreifið músinni í glös eða litlar skálar og kælið í nokkrar klukkustundir. Berið fram með hindberjum og stráið hockey pulver yfir.

 

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.