Það styttist óðum í jólin og annar í aðventu genginn í garð. Það getur verið vandasamt að finna jólagjafir og því finnst mér tilvalið að deila með ykkur nokkrum jólagjafahugmyndum. Hérna er að finna nokkrar hugmyndir fyrir sælkera.

jólagjafahugmyndir.sælkerar.2

 1. Lodge steypijárnspanna úr Kokka. Vandaðar pönnur sem hægt er að nota á öll helluborð og má fara inn í ofn. Til í mörgum stærðum. Fæst hér.
 2. Tierra Negra leirfat úr Heimahúsinu. Falleg föt sem eru gerð úr náttúrulegum leir og má bæði nota á hellu og fara inn í ofn. Til í mörgum stærðum. Fæst hér.
 3. Falleg viðarbretti úr H&M. Fæst hér.
 4. Lie gourmet Salt og pipar úr Dimm. Kemur í gjafaöskju. Fæst hér.
 5. Salatsett frá By On úr Snúrunni. Stílhreint og svart salatsett sem kemur í fallegri gjafaöskju. Fæst hér.
 6. Ný íslensk matreiðslubók. Það komu nokkrar fallegar og girnilega íslenskar matreiðslubækur út fyrir þessi jól. Þrjár af þeim eru:
  Grænkerakrásir eftir Guðrúnu Sóley, vegan uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt. Fæst hér.
  Grillmarkaðurinn eftir Hrefnu Rós Sætran, bók sem geymir vinsælustu uppskriftir veitingastaðarins. Fæst hér.
  Hvað er í matinn eftir Jóhönnu Vigdísi, uppskriftir að einföldum mat fyrir alla daga vikunnar. Fæst hér.
 7. Smeg brauðrist. Falleg og vönduð brauðrist sem prýðir sérhvert eldhús. Til í nokkrum litum. Fæst hér.
 8. Sjöstrand kaffivél. Espressovél í tímalausri og klassískri hönnun sem tekur hylki. Fæst hér.
Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.