Þessar fallegu skreytingar vöktu aðdáun mína eitt kvöldið á netrölti. Þar sem eflaust fleiri hafa áhuga á heimilisskreytingum þá fékk ég hana Edit til að deila með okkur ferlinu en hún setti upp þessar fallegu vetrarskreytingar á heimilinu sínu á Akranesi.

Edit Ómarsdóttir er 30 ára nemi í tölvunarfræði en ásamt náminu er hún á fullu í að gera upp hús sem fjölskyldan festi kaup á fyrir ári síðan. “Ég elska að dunda mér við að gera heimilið fínt, og hef lúmskt gaman af árstíðarbundnu skrauti. Veturinn er þó uppáhalds árstíminn minn, það er eins og það færist eitthver ró yfir land og þjóð þegar rökkrið færist yfir, ég tala nú ekki um þegar snjórinn lætur sjá sig, ég verð alveg jafn spennt og dætur mínar þegar fyrsti snjórinn fellur.”

Við leyfum myndunum að tala sínu máli.

Bakkinn er úr Módel á Akranesi, skreyttur með gervigreni úr Blómaval og svo til að toppa þetta allt saman er það kerti með epla og kanililm.

Kertahringurinn er keyptur í Grósku á Akranesi, skreyttur með þurkuðum Erikum og Eucalyptus greinum.

Viðarstjarnan er úr Grósku á Akranesi, þurkaðar eucalyptus greinar í vasa en það eru eucalyptusgreinar í hverjum krók og kima á heimilinu. Og ofan á arninum er svo bústið gervigreni úr Rúmfatalagernum.

Litlu trén eru keypt í Rúmfatalagernum, gervigreni úr blómaval í svarta vasanum.

Líf Lárusdóttir
Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.

Author: Líf Lárusdóttir

Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.