Um helgar er fátt betra en gott bakkelsi. Og það er extra gott ef það er heimbakað og borðað volgt beint úr ofninum. Það er eitthvað svo gott við nýbakað bakkelsi.
Þessar bláberja skonsur eru ótrúlega góðar. Það er gott að smyrja þær með smjöri en annars eru þær góðar einar og sér.

IMG_1879

Uppskrift
300 g hveiti + meira til að hnoða
2 msk sykur
1 msk lyftiduft
1 tsk salt
170 g smjör, kalt
2 egg
130 ml rjómi
100 g bláber
100 g hvítir súkkulaðidropar
1 msk sykur
1 egg

Hrærið saman hveiti, sykri, lyftidufti og salti. Skerið smjörið í ca. 1 cm bita og hrærið við hveitið þangað til að það verður eins og brauðmylsna. Hrærið saman rjóma og eggjum og hellið því rólega út í hveitiblönduna. Að lokum bætið þið bláberjum og súkkulaði við en hrærið bara stutt, þið getið líka notað hendurnar til þess að hnoða því saman við.

Hnoðið deiginu rólega saman, notið auka hveiti eins og þarf. Mótið úr því hring sem er ca. 18-20 cm og 2,5 cm þykkt og leggið á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Penslið egginu ofan á og stráið sykrinum yfir. Skerið skonsuna í 8 sneiðar áður en þið setjið hana inn í ofn. Bakið í 30 mínútur við 190°C eða þar til að hún er orðin gyllt og hefur risið.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.