Ég viðurkenni það að ég er algjör sælkeri þrátt fyrir að vera þjálfari og miðla minni þekkingu um heilsusamlegan lífsstíl hér og á samfélagsmiðlum. Ég hef þó tamið mér að velja betri kosti í mataræði hverju sinni þar sem mér líður einfaldlega betur þegar ég borða hollan og næringarríkan mat. Það þýðir þó ekki að ég borði ekki óhollt, ég reyni að afmarka það við einn dag í hverri viku því það hentar mér.

Svo kemur fyrir að ég fæ löngun í sætindi seinnipartinn, lok vikunnar eða á þeim tíma mánaðarins. Á slíkum stundum er maður vís til alls. Oft læt ég það eftir mér en mér finnst þá líka dásamlegt að eiga hollustu döðlugottið mitt í frystinum.

Hollustu döðlugottið samanstendur af ferskum döðlum og hnetu/möndlusmjöri. Það má einnig bæta við banana.
Þetta er lygilega gott eftir örskamma stund í frysti og minnir einna helst á karamellu. Döðlurnar eru svo sætar frá náttúrunnar hendi þannig að þær fylla vel á sykurþörfina.

IMG_8156

Hér má sjá möndlusmjörið og hnetusmjörið sem ég nota. Elska þetta hnetusmjör sem er sambland af nokkrum tegundunum af hnetum.

Það sem að þú þarft:

  • Ferskar döðlur (fást oft í pakka í matvörubúðum)
  • Hnetusmjör eða möndlusmjör, jafnvel bæði
  • Banani (val)

Aðferð:
Döðlurnar sker ég fyrir miðju. Ég sker þær ekki alveg í tvennt heldur opna þær og fjarlægi steininn úr þeim. Best að gera þetta við nokkrar í einu því að ég get sagt ykkur það að þetta er fljótt að klárast og því gott að eiga á lager.
Næsta skrefið er að taka teskeið af hnetu eða möndlusmjöri og setja inn í opnu döðlurnar. Ég blanda smjörunum oft saman, það kemur mjög vel út.
Stundum bæt ég einni bananaskífu ofan á toppinn fyrir extra bragð, henni má einnig sleppa.

Döðlugottið set ég í nestisbox og inn í frystinn. Það þarf ekki að vera lengi í frystinum áður en hægt er að njóta þess. Gott er að leyfa því að standa í smá stund áður en það er notið þess ef það hefur verið lengi í frystinum (nokkra daga).

Það er smá kúnst að koma hnetu/möndlusmjörinu fyrir, það mun koma til með að leka smá til hliðar en það skemmir alls ekki bragðið.

Þú færð ekki hollari útgáfu af döðlugotti en hana má einnig færa í sparibúning. Þá hef ég bætt Nutella ofan í með öðru hvoru smjörinu sem er einnig dásamlega gott.

Einn og einn moli er gott viðmið þegar sykurlöngunin bankar að dyrum. Hollustu döðlugottið má einnig nota sem millimál eða máltíð fyrir æfingu þar sem að það inniheldur mikla orku. Gott viðmið sem millimál eru um 3-4 molar.

Vona að ykkur líki vel við.

Minni á að þið megið endilega tagga mig á Instagram (alesif) ef að þið prufið eitthvað af því sem ég deili hér.

Alexandra Sif Nikulásdóttir
Alexandra er oftast kölluð Ale eða Ale Sif. Hún er 30 ára og er búsett í Garðabænum ásamt kærastanum sínum. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá FitSuccess síðastliðin níu árin og er einnig förðunarfræðingur.
Alexandra átti farsælan feril í Fitness keppnum fyrir nokkrum árum síðan sem leiddu til þess að hún hélt uppi vinsælu bloggi og skrifað dálk í blöðin um heilsu og hreysti.
Hún hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, skipulagi og förðun svo eitthvað sé nefnt.

Author: Alexandra Sif Nikulásdóttir

Alexandra er oftast kölluð Ale eða Ale Sif. Hún er 30 ára og er búsett í Garðabænum ásamt kærastanum sínum. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá FitSuccess síðastliðin níu árin og er einnig förðunarfræðingur. Alexandra átti farsælan feril í Fitness keppnum fyrir nokkrum árum síðan sem leiddu til þess að hún hélt uppi vinsælu bloggi og skrifað dálk í blöðin um heilsu og hreysti. Hún hefur brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl, skipulagi og förðun svo eitthvað sé nefnt.