Þessi uppskrift er mjög fljótleg og ljúffeng. Ég nota tortillur í pizzubotninn sem er einstaklega þægilegt. Hugmyndin að þessari uppskrift kemur frá vinsælu pizzunum á Austurlandahraðlestinni. Þar er hægt að fá indverska pizzu á hádegismatseðlinum sem er dásamlega góð.

IMG_1596

Uppskrift fyrir 4
4 tortillur
3-4 kjúklingabringur
Garam masala krydd
Salt og pipar
Tikka masala sósa (frá Pataks)
Chili sambal (má sleppa)
Philadelphia rjómaostur
Rifinn ostur
Klettasalat
Ferskur kóríander

Raita sósa:
1 dós hrein jógúrt
½ agúrka, smátt skorin
Garam masala krydd
Salt

Skerið kjúklinginn í litla bita. Steikið þá upp úr olíu og kryddið með garam masala, salti og pipar. Blandið tikka masala sósunni út í og smá chili sambal ef þið viljið láta þetta rífa í bragðlaukana.

Smyrjið tortillurnar með rjómaosti og dreifið rifna ostinum yfir. Setjið kjúklinginn ofan á og bakið í ofni við 200°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.

Dreifið að lokum klettasalati, ferskum kóríander og raita sósunni yfir.

IMG_1579 copy

 

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.