Splúnkuný vörulína frá danska hönnunarfyrirtækinu Normann Copenhagen er mætt í öllu sínu veldi, hönnuð í samstarfi við hvorki meira né minna en Tívolíið sjálft í Kaupmannahöfn.

Blómavasar, kertastjakar, box og guðdómlega spegla má finna í nýju Tívolí vörulínunni.

Það var á hátíðinni 3daysofdesign sem við heimsóttum fyrr á árinu, er Normann Cph lyfti slörinu af nýju samstarfsverkefni við Tívolíið. Skemmtigarðurinn býr yfir 175 ára gamalli sögu þar sem fólk á öllum aldri hefur glaðst og notið sín í gegnum tíðina. Og nú er tækifæri til að færa gleðina heim í hús með nýjum vörum úr einstakri vörulínu sem spannar yfir 300 hluti – og geri aðrir betur.

Bakkar sem minna á páfugls fjaðrir og dásamleg kanna.

Verkefnið hefur staðið yfir í 2 ár og útkoman er loksins hér. Vörurnar eru allar með tilvísun í eitthvað sem einkennir Tívolígarðinn – litlir bakkar formaðir eins og páfuglsfjaðrir, glervasar í laginu eins og skrautlegir gluggar og vírkörfur sem minna á teinana í elsta rússibana garðsins, svo eitthvað sé nefnt.

Þessir bollar eru svo sætir að manni langar til að smakka á þeim.

Litakort vörulínunnar samanstendur af hvorki meira né minna en 27 litum og margir hverjir minna einna helst á candyfloss og sleikipinna, allt sem skapar þá stemningu að hafa litríka gleði í kringum okkur – svona eins og heimsókn í Tívolí.

Þessar litlu tréfígúrur eru mjög einkennandi fyrir stemninguna í Tívolíinu í Kaupmannahöfn.
Myndir // Normann Copenhagen
Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.