Splúnkunýjar hillueiningar frá Montana voru að lenda og það með toppeinkunn! Þær eru einfaldlega svo flottar að fólk eins og undirrituð er nánast með „læti“ af spenningi. Hillurnar voru kynntar í byrjun sumars og þeirra hefur verið beðið með eftirvæntingu.

Free eru nýjar hillur frá Montana sem raða má saman að vild.

Nýju hillurnar heita Free og eru hannaðar af Jakob Wagner fyrir Montana. Það sem einkennir hillurnar er hversu léttar þær eru ásjónu en samt með karakter. Þær henta inn í hvaða rými sem er og hver og einn getur endurspeglað sinn stíl með persónulegum munum sem skreyta hillurnar.

Hillurnar passa í hvaða rými sem er og eru tilvaldar fyrir þarfan óþarfa.

Það má útfæra Free á marga mismunandi vegu. Byggja hillurnar upp eftir eigin óskum og smekk – allt eftir því hvað þú hefur þörf fyrir. Eins er boðið upp á bakgrunnsplötur sem setja sinn svip á einingarnar en þær má nota að framan líka til að „fela“ eitthvað sem ekki endilega á að sjást. Möguleikarnir eru endalausir, rétt eins og Montana er þekkt fyrir.

Svo elegant! Hillurnar finnast í nokkrum litum og eins er hægt að fá bakgrunnsplötur í ýmsum gerðum.

Möguleikarnir eru endalausir – bara spurning hvað hentar þér.
Myndir // Montana
Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.