Þessir hafraklattar eru mjög einfaldir og ljúffengir og eru vinsælir á mínu heimili. 6 ára syni mínum finnst mjög skemmtilegt að baka þá og ég mæli með að leyfa börnunum að hjálpa til við baksturinn. Klattarnir eru dásamlega góðir með ískaldri mjólk eða rjúkandi heitu kaffi. Rjómasúkkulaðið gerir hafraklattana extra góða en einnig er hægt að setja eitthvað annað í staðinn t.d. rúsínur eða suðusúkkulaði.

IMG_1310.jpg

60 g gróft haframjöl
70 g spelt
30 g kókosmjöl
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
4 msk púðusykur
Salt
1 tsk vanilludropar
1 egg
120 g smjör
2 dl rjómasúkkulaðidropar

Bræðið smjör og passið að það verði ekki of heitt. Hrærið öllu þurrefninu saman og bætið svo vanilludropum, eggi og smjöri við. Hrærið að lokum súkkulaðidropunum saman við deigið.

Notið matskeið til að gera kúlur úr deiginu og raðið á smjörpappír. Bakið við 180°C í 8-10 mínútur eða þar til klattarnir verða gylltir.

 

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.