Við þekkjum orðið vel danska fyrirtækið Ferm Living, sem hannar dásamlegar vörur fyrir heimilið og heldur bara áfram að vaxa. Eru stöðugt að koma með nýjungar á markað til að heilla og freista okkur hin upp úr skónum.

Heima hjá Ferm Living kallar svefnherbergið á mann.

Nú í sumar opnaði Ferm Living dyrnar „heim til sín“ í fyrsta sinn. Á hinni velkunnu götu, Strikinu í Kaupmannahöfn, hefur fyrirtækið opnað sýningarrými sem kallast einfaldlega HOME eða heima. Þar er íbúð innréttuð öllum þeim dásemdum sem þau hafa upp á að bjóða og setur svo sannarlega vörurnar í annað samhengi þar sem upplifunin er eins og að koma heim. Undirrituð hefur sjálf upplifað og skoðað heimilið þeirra og langaði helst til að lengja dvölina þar bara örlítið lengur.

Borðstofan hlaðin girnilegum veitingum og húsgögnum.

Það er sagt að heimilið endurspegli þá sem þar búa og það er að mörgu leiti rétt. En eitt er víst að heimili Ferm Living hefur fengið nokkur hjörtu til að banka hraðar og óska sér ýmissa muna sem þar eru að sjá. Enda ekki annað hægt þegar maður upplifir, ilmar og smakkar á því sem þau bjóða upp á en myndirnar tala sínu máli. 

Barnaherbergið er eins og ævintýri fyrir krakka.
Þessi vasi og þetta veggborð er alveg dásamlegt.
Hvern langar ekki til að vera með rólu heima hjá sér.
Búið að nostra við hvert einasta rými á heimilinu. Myndir // Ferm Living.
Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.