Einn þekktasti ljósaframleiðandi heims, við leyfum okkur að taka svo stórt til orða – var að kynna nýjung sem margir hafa eflaust beðið eftir án þess að vita af því.

Halló fallega nýjung! Svart er alltaf klassískt og svo sannarlega glæsilegt hér.

Ljósið Enigma er hannað af japananum Shiochi Uchiyama árið 2003, stílhreint og fágað loftljós sem vekur eftirtekt. Enigma er framleitt af danska ljósaframleiðandanum Louis Poulsen sem eru meðal annars þekktir fyrir hin klassísku PH ljós svo eitthvað sé nefnt. Og nú er eitt fallegasta ljós samtímans fáanlegt í svörtu – dásamlega fallegt og kærkomin viðbót í flóru freistinganna.  

 

Það mætti segja að dönsk hönnun og japönsk hönnun svipi til hvors annars, í það minnsta sækjast eftir sömu gildum þegar kemur að hreinum línum og einfaldleika. Ljósið er framleitt úr akríl svo að það svífur létt yfir og stelur ekki athyglinni frá umhverfinu nema vilja það. Enigma er hannað þannig að birtan dreifist jafnt yfir flötinn sem það hangir yfir og nánast alveg sama hvað þú reynir, þá sérðu aldrei í peruna sjálfa.

Mynd // Louis Poulsen
Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.