Vefverslunin My letra fór í loftið fyrr á þessu ári en þar má finna ýmsa fallega skartgripi. Við fengum Sóleyju Þorsteinsdóttur, annan stofnenda og eigenda verslunarinnar, til að segja okkur frá ferlinu og hugmyndina á bakvið My letra store.

“My letra store er vefverslun sem selur persónuleg stafahálsmen aðallega. Við erum einnig með annað merki frá Portugal sem heitir Cinco. Aðal fókusinn hjá my letra er að selja stafi á vörum og byrjunin er stafahálsmen í öllum stærðum og gerðum. Við erum einnig að selja my letra hálsmenin okkar í Hrím í Kringlunni og í Petit barnavöruversluninni í Ármúlanum.

Aðal vörurnar okkar eru stafa hálsmenin. Við erum með stafaskífur sem heita, my letra, mini letra og your letra sem er nýjasta viðbótin okkar. My letra eru 15 mm stafaskífur með lástaf, mini letra eru 10 mm stafaskífur með hástaf og nýjasta varan okkar, your letra, eru 15 mm stafaskífur með hástaf. Við erum svo með fjórar týpur af keðjum, misgrófum og það er mjög fallegt að blanda því saman, bæði lengdum og gerðum. Við erum einnig í svokallaðri vöruþróun þar sem við erum að hugsa um að nýta nafnið okkar betur og einblína á íslenska stafrófið á fallegum hlutum og vörum. Það má búast við skemmtilegum nýjungum í vöruúrvalið okkar á næstu mánuðum.

Við erum tvö með my letra, ég (Sóley) og kærasti minn Arnþór Ingi. Höfum verið tvö í þessu frá byrjun og lagt mikla vinnu í þetta. Það hefur verið stöðugur vöxtur hjá okkur svo það bætist bara við vinna og mun bætast enn meira við með áframhaldandi nýjungum í vöruúrvali. En við stöndum þetta þokkalega af okkur og leggjum okkur mikið fram til þess að halda uppi góðum standard á fyrirtækinu og veita góða þjónustu. Við stöndum mjög stolt á bak við my letra og erum spennt fyrir komandi tímum.


Hugmyndin kviknaði eina andvökunóttina þar sem nýfædd dóttir okkar svaf rosalega óreglulega í byrjun. Mig langaði mikið í stafahálsmen með hennar stöfum á og stafahálsmen fást víða. En ég fann ekki það eina rétta sem mér fannst fallegt. Ég vissi að víða um heim væru til stafahálsmen, en þó aðallega hástafir. En ég hafði aldrei séð stafahálsmen með íslensku stöfunum, ég hef gaman að því að útfæra hluti, hanna og leika mér í sköpun og ákvað að prufa þetta. Ég var nýbyrjuð í fæðingarorlofi í vinnunni minni þar sem þar var mikið action í gangi, flest alla daga, og ég vissi að ég þyrfti að hafa eitthvað fyrir stafni í orlofinu. Ég nýtti tímann meðan hún svaf sem voru sirka 80 mín yfir daginn, í að ákveða hvað ég vildi, og gera eitthvað öðruvísi en það sem var nú þegar í boði á Íslandi. Ég bjó til heimasíðuna okkar, öll okkar my, mini og your letra hálsmenin okkar og vinn stöðugt í þessu yfir daginn og kvöldin þegar hún sefur. Ég vissi að þetta væri ákveðin áhætta að framleiða stafahálsmen sem væru nú þegar til allstaðar í heiminum en ég sé svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun þar sem þetta tekur allan minn frítíma, frá morgni til kvölds, og ég elska þetta.”

Facebook/myletra
Instagram/myletrastore

Líf Lárusdóttir
Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.

Author: Líf Lárusdóttir

Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.