Nýr kertastjaki hefur litið dagsins ljós sem mun án efa fara á „ég verð að eignast“ listann hjá mörgum. Þessi dásemdar stjaki er frá framleiðandanum Gejst og var í undirbúningi í tvö ár, en það er þýski hönnuðurinn Michael Rem sem á heiðurinn að stjakanum.

Molekyl heitir nýr kertastjaki frá Gejst, samsettur úr 40 segul-kúlum sem þú raðar saman að vild.

Kertastjakinn heitir Molekyl og kemur svo sannarlega til með að standast tímans tönn. En margir spegúlantar í Danaveldi velta því fyrir sér hvort stjakinn muni koma til með að taka við af Kubus- og Nagel kertastjökunum sem finnast víða á heimilum í dag og þá er nú mikið sagt.

Molekyl er samsettur úr segul-kúlum, 20 litlum og 20 stórum, sem þú raðar saman að vild, allt eftir þínu höfði. Þú hannar í raun þína útgáfu af stjakanum út frá því hvar og hvernig þú vilt hafa hann. Þú getur auðveldlega raðað nokkrum saman, möguleikarnir eru endalausir – það er einungis hugmyndaflugið sem ræður ferðinni.

Mögulega erum við að sjá nýja útgáfu af aðventustjaka.
Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

One Reply to “Er nýr arftaki þekktustu kertastjaka heims fundinn?”

Comments are closed.