LinkedIn er gullnáma fyrir alla þá sem vilja læra af og tengjast færustu sérfræðingum og leiðtogum heims. Vöxturinn hefur verið hraður á LinkedIn síðastliðin ár og þeir eru alltaf að koma með skemmtilegar nýjungar og þróa þennan vettvang enn frekar. LinkedIn er eins konar samfélag af einstaklingum og fyrirtækjum sem eru eingöngu að miðla þekkingu úr atvinnulífinu og skrifa fróðlegar greinar- og hugleiðingar. Ef áhugasvið manns liggur á þessum vettvangi þá getur maður vissulega gleymt sér í amstri dagsins að lesa skemmtilegar og oft á tíðum hvetjandi greinar.

Hér ætla ég að nefna nokkra erlenda einstaklinga sem að eru duglegir að deila efni á LinkedIn og því skemmtilegt að fylgja þeim.

ADAM GRANT
Adam Grant er menntaður sálfræðingur frá Harvard og er með meistaragráðu í vinnustaðasálfræði. Hann hefur verið kosinn einn vinsælasti fyrirlesari hjá TED. Adam er duglegur að deila áhugaverðum greinum og málsháttum á LinkedIn. Adam gaf einnig út bækurnar Give and Take, Originals og Option B.

DR. TRAVIS BRADBERRY
Dr. Travis er með doktorspróf í Sálfræði. Hann er fyrirlesari og ráðgjafi, og gaf meðal annars út metsölu bókina Emotional Intelligence 2.0. Travis sérhæfir sig í að þjálfa fólk að virkja sína tilfinningagreind. Á hverjum degi setur hann inn málshætti sem gaman er að fylgjast með.

CHRISTIAN J. FARBER
Christan er sölu og markaðsmaður með skemmtilegar pælingar sem hann deilir með fylgjendum sínum á LinkedIn

GORDON TREDGOLD
Gordon er ráðgjafi, fyrirlesari og rithöfundur. Gordon ráðfærir frumkvöðlum og fyrirtækjum um mistök þar sem að hann hefur skoðað mistök ítarlega vegna mistaka sem hann gerði oft ungur að árum. Gordon er duglegur að skrifa greinar og deila þeim með fylgjendum sínum.

ARIANNA HUFFINGTON
Arianna er kunnug mörgum en hún er stofnandi The Huffington Post. Arianna er rithöfundur og hefur meðal annars gefið út 15 bækur. Það má segja að Arianna sé mikill áhrifavaldur og ótrúlega flott kona. Hún deilir greinum og sínum skoðunum á LinkedIn. Mjög áhugaverð kona sem maður getur lært af.

Ég mæli með því að smella við follow á á þessa einstaklinga og fylgjast með þeim.

 

Kristjana Sunna
Kristjana Sunna er 31 árs og er búsett í Garðabæ. Kristjana hefur síðastliðin ár starfað í fjarskipta- og fjármála geiranum, meðal annars sem stjórnandi og sérfræðingur. Ásamt því að skrifa fyrir Framann er Kristjana að ljúka námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Samhliða náminu sinnir hún sölu og markaðsmálum fyrir Swiss Color Iceland.

Author: Kristjana Sunna

Kristjana Sunna er 31 árs og er búsett í Garðabæ. Kristjana hefur síðastliðin ár starfað í fjarskipta- og fjármála geiranum, meðal annars sem stjórnandi og sérfræðingur. Ásamt því að skrifa fyrir Framann er Kristjana að ljúka námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Samhliða náminu sinnir hún sölu og markaðsmálum fyrir Swiss Color Iceland.