Þessi réttur er bæði einfaldur og bragðgóður. Pylsubrauð eru orðin vinsæll valkostur fyrir ýmsa rétti og það er líka svo gaman að prófa eitthvað nýtt. Þessi blanda er alveg sérlega góð og rétturinn verður pottþétt oft á boðstólum á mínu heimili. Þið sem eruð risarækju unnendur þá mæli ég með að eiga til risarækjur í frystinum. Það er svo gott að grípa í þær og nota í allskyns rétti.  

IMG_9998

Fyrir tvo

4 pylsubrauð
12 risarækjur
Panko rasp
Hveiti
1 egg
Sítrónupipar
Olía
Avocado
Romain salat
Blaðlaukur

Sósa:
5 msk Hellmans majónes
1 msk steinselja
Safi úr ½ sítrónu
1 hvítlauksrif
Nokkrir dropar tapasco sósa
Salt og pipar

Pískið egg í eina skál,  hellið hveiti í aðra og raspi í þriðju. Blandið öllum risarækjunum við hveitið þar til þær verða þaktar. Veltið þeim upp úr egginu og svo að lokum raspinu. Kryddið og steikið þær upp úr olíu þangað til að þær verða stökkar  að utan og bleikar að innan.

Rífið salatið og skerið blaðlaukinn og avocado. Hrærið saman í sósuna.

Hitið pylsubrauðin í ofni og fyllið þau með salatinu, lauknum, avocado, sósunni og risarækjunum.

IMG_0001

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.