Fjölnota hillueiningarnar frá GRID hafa tekið vaxtarkipp með nútímanýjungum. GRID eru hannaðar af Peter J. Lassen, stofnanda Montana, fyrirtæki sem lengi vel hefur verið þekkt fyrir hillur, borð og stóla í öllum stærðum og gerðum.

Einingarnar eru hannaðar í stærðinni 40x40x40 cm, líkt og stór teningur sem hægt er að raða saman að vild og skapa sínn eigin skúlptúr heima fyrir. Ýmsa aukahluti er hægt að bæta við eins og hillur, skúffur og skápa svo eitthvað sé nefnt. Þannig má útfæra hillurnar eftir eigin skapi og sköpunarleika.

Fjölmörg fyrirtæki, gallerý, hótel og veitingahús nota einingarnar til að skapa ákveðna stemningu með léttu yfirbragði og fjölbreytileika – útkoman verður alltaf rúmgóð, hlý og afslappandi andrúmsloft.   

Það nýjasta frá GRID eru meðal annars plöntubox, fáanleg í svörtu, hvítu og eik. Fullkomin viðbót, enda verður allt svo yfirburða notalegt með grænum plöntum. Einnig er önnur spennandi viðbót þar sem möguleikinn er að fella USB tengi inn í GRID hönnunina – vel þegið af þeim sem eru alltaf á ferðinni.

Myndir: Stine Christiansen
Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.