Framboð rafrænna námskeiða hefur aukist mikið síðustu árin. Þar má til dæmis nefna Udemy sem við fjölluðum einmitt um fyrir nokkru síðan. Vefurinn LinkedIn tók yfir vefsíðuna Lynda.com fyrir tæplega fjórum árum síðan og hefur verið að breyta, bæta og aðlaga sig að þeim vettvangi. Í dag er hægt að finna fjöldann allan af spennandi námskeiðum fyrir lærdómsþyrsta einstaklinga.

Allt sem þig langar til að læra og meira til finnur þú á Linkedin Learning. Allt frá því að smíða þitt eigið smáforrit frá grunni, hvernig þú setur upp ársreikninga og hvernig þú styrkir þig sem leiðtoga. Inni á LinkedIn Learning finnur þú yfir 6000+ námskeið sem eru kennd af færum sérfræðingum á sínu sviði hvaðan af úr heiminum. Þú getur svo nýtt þér námskeiðin bæði í gegnum tölvuna- og eða snjallsímann þinn hvar og hvenær sem þér hentar.

Þegar þú hefur lokið námskeiði þá stendur það til boða að fá viðurkenningar skjal fyrir að hafa lokið prófi í því námskeiði sem þú tókst þér fyrir hendur. Viðurkenninguna er svo hægt að skrá á þinn persónulega Linkedin aðgang. Gerist ekki auðveldara.

Endurmenntun fyrir starfsmenn
Ert þú stjórnandi og býður starfsmönnum reglulega upp á fræðslu á sínu sviði? LinkedIn Learning býður einnig upp á þann möguleika fyrir fyrirtæki á einfaldan hátt. Með því tóli getur stjórnandi einnig fengið ábendingar hvaða námskeið gætu hentað vel fyrir starfsmenn í sínum geira og fylgst með árangri starfsmanna sinna ef sá vilji er fyrir hendi.

LinkedIn Learning er ótrúlega skemmtilegur vettvangur til þess að læra eitthvað nýtt eða jafnvel til að rifja upp gamla takta. LinkedIn býður notendum fyrsta mánuðinn án endurgjalds og eftir það er mánaðargjaldið $29.99.

Áður fjölluðum við um LinkedIn hér.

 

 

Kristjana Sunna
Kristjana Sunna er 31 árs og er búsett í Garðabæ. Kristjana hefur síðastliðin ár starfað í fjarskipta- og fjármála geiranum, meðal annars sem stjórnandi og sérfræðingur. Ásamt því að skrifa fyrir Framann er Kristjana að ljúka námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Samhliða náminu sinnir hún sölu og markaðsmálum fyrir Swiss Color Iceland.

Author: Kristjana Sunna

Kristjana Sunna er 31 árs og er búsett í Garðabæ. Kristjana hefur síðastliðin ár starfað í fjarskipta- og fjármála geiranum, meðal annars sem stjórnandi og sérfræðingur. Ásamt því að skrifa fyrir Framann er Kristjana að ljúka námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Samhliða náminu sinnir hún sölu og markaðsmálum fyrir Swiss Color Iceland.