Einfaldar og ljúffengar ostastangir með cheddar osti og jalapeno sem rífa aðeins í. Tilvaldar í veisluna eða partíið. Mjög gott að bera fram með sýrðum rjóma eða blanda saman sýrðum rjóma, avocado, smá sítrónusafa, salt og pipar. Ef þið ætlið að bera þetta fram í veislu mæli ég með að tvöfalda eða fjórfalda uppskrift.

IMG_9905

Uppskrift gerir 12 stangir

300 g tilbúið smjördeig
1 eggjarauða
½ – 1 dl jalapeno úr krukku (fer eftir smekk)
4 dl cheddar ostur
Salt og pipar

Rífið cheddar ostinn og skerið jalapeno smátt. Fletjið deigið út í tvo eins fleti, ca. 30×40 cm ferninga á sinn hvorn bökunarpappírinn. Penslið annan ferninginn með helmingnum af eggjarauðunni. Dreifið helmingnum af ostinum og öllu jalapeno-inu jafnt yfir. Saltið og piprið.

Leggið hinn ferninginn af deiginu yfir. Mæli með að vera með bökunarpappírinn á og draga hann síðan rólega af. Þetta kemur í veg fyrir að deigið slitni. Penslið með afgangnum af eggjarauðunni.

Stráið restinni af ostinum yfir og skerið í 12 í sneiðar. Takið sneiðarnar upp eina í einu og snúið upp á þær. Leggið þær á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið við 200°C í 12-15 mínútur.

IMG_9878

IMG_9901

 

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.