Ein þekktasta hönnunarklassík í stólum er á leið til landsins í upprunalegri útgáfu. Það verða útvaldir söluaðilar sem taka forskot á söluna í október og er Penninn hér á landi einn af þeim.

Hjónin Charles og Ray Eames hönnuðu hinn eina sanna klassíska stól fyrir 70 árum síðan. // Mynd: Eames Office, LLC.

Það var árið 1948 sem hjónin, Charles og Ray Eames, tóku þátt í alþjóðlegri keppni um lággjalda húsgagnahönnun. Keppnin var haldin af New York Museum of Modern Art, þar sem þau kynntu stól eða skel mótaða til að passa að útlínum líkamans og hrepptu þau annað sætið.
Stólar á þessum tíma voru þekktir fyrir að vera með sessu og bak í tveimur hlutum en ekki í einni skel eins og Eames hjónin kynntu til leiks. Þau kynntu sér kosti trefjaplasts sem hafði verið mikið notað við hernaðaraðgerðir og í flugvélum en var algjörlega óþekkt í húsgagnaiðnaði. Formfagur stóll varð til – trefjaplastið bauð upp á marga möguleika sem endaði í frábærri nýsköpun sem hefur staðist tímans tönn.

Mynd: Eames Office, LLC.

Charles og Ray útfærðu stólinn með mismunandi undirstoðum, með tréfótum eða hina svokölluðu Effel-turna útgáfu með stálfótum. Eins komu þau með skemmtilegt tvist í litavali þar sem trefjaplast hafði til þessa eingöngu þekkst í frekar litlausri útgáfu. Þau eyddu mörgum dögum í að blanda saman litum og útkoman varð blanda af gráum og beige lituðum skeljum en í kjölfarið komu stólarnir í grænu, gulu og rauðu. Og það eru þessir litir sem verða kynntir til leiks nú í haust í upprunalegri mynd.

Mynd: Eames Office, LLC.

Stólarnir voru settir á markað árið 1950 – margnota stóll var mættur sem átti eftir að verða vinsælli en margir áttu von á. Út frá því var úrval og litaval aukið til að koma til móts við markaðinn og áður en langt um leið var trefjaplast stóllinn orðinn eitt þekktasta húsgagn tuttugustu aldar og er enn í dag, 70 árum síðar.

 

Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.