Eitt og annað sem heillaði við „rölt“ á Netinu í nokkrum verslunum bæjarins. Borð, stóll, handklæði og snagar svo eitthvað sé nefnt – líka klukka sem heldur utan um dýrmætan tímann.

1. Ljós á stöng! Glæsilegt ljós frá danska fyrirtækinu Bolia úr möttu brassi með glerkúlum. Snúran, 92.850 kr.
2. Marmaraklukka frá Karlsson, Ø 17 cm. Esja Dekor, 2.490 kr.
3. Svartir kaktusar á vegginn. Æðislegir snagar frá Önnu Þórunni og eru hluti af vörulínunni Cowboy Dream. Mun á Barónsstíg, 7.750 kr.
4. Suðræn mynd sem dregur hugann út fyrir landssteinana – kemur í ramma, 30×40 cm. Esja Dekor, 6.990 kr.
5. Eldspýtustokkar mega líka vera töff eins og þessi frá By Lassen. Epal, 550 kr.
6. Fallegt handklæði með röndum frá ELVANG. Módern, verð frá 1.790 kr.
7. Smart hægindastóll með hreinum línum, hentar vel inn í unglingaherbergið. IKEA, 29.950 kr.
8. Hurricane No. 45 er reyklitaður vasi frá RO, 46 cm á hæðina. Epal, 29.200 kr.
9. Nýtt veggljós frá IKEA úr Nymåne línunni, fleiri týpur í boði. IKEA, 4.990 kr.
10. Sófaborð frá Bolia úr stáli og svörtum marmara, Ø 60 cm. Snúran, 83.250 kr.

 

Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.