Hvað er betra en nýbakaðir og mjúkir kanilsnúðar? Þessir eru dásamlega góðir, dúnamjúkir og djúsí. Tekur smá tíma að undirbúa þá því þeir þurfa um klukkustund til að hefast en þeir eru alveg þess virði. Glassúrinn setur svo punktinn yfir i-ið. Passar sérlega vel með kaffibollanum á kósí sunnudegi.

snúðar

Uppskrift
320 g hveiti, aðeins meira til þess að hnoða
4 msk sykur
1 tsk salt
3 tsk þurrger
125 ml vatn
60 ml mjólk
2 1/2 msk smjör
1 egg

Fylling
4 msk mjúkt smjör
2 msk kanill
60 g sykur

Glassúr
120 g flórsykur
2 tsk vanilludropar
2-3 msk rjómi

Blandið saman í stóra skál hveiti, sykri, salti og þurrgeri. Hitið saman vatn, mjólk og smjör saman þar til smjörið hefur bráðnað. Þegar blandan er orðin volg blandið henni saman við hveitið. Passið að blandan verði ekki of heit. Bætið egginu út í og hnoðið deiginu upp úr meira hveiti (auka hveiti 50-60 gr).

Smyrjið skál með olíu og látið deigið hefast í skálinni á meðan þið gerð fyllinguna. Hrærið saman í fyllinguna, smjör, kanil og sykur.

Rúllið deiginu út á smjörpappír (ca. 25 x 40 cm). Smyrjið fyllingunni yfir deigið, rúllið því upp og skerið í kringum 12 bita. Smyrjið eldfast form og raðið snúðunum í það þannig að það verði smá bil á milli þeirra. Setjið rakan klút yfir formið og látið snúðana hefast í um klukkustund eða meira.

Bakið snúðana í um 25 mínútur við 180°C eða þar til snúðarnir eru orðnir gylltir. Að lokum hrærið saman í glassúrinn og smyrjið á kanilsnúðana þegar þeir eru komnir úr ofninum.

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.