Þessi réttur klikkar ekki. Undirrituð gerði þennan rétt nánast í hverri viku fyrir einhverjum árum síðan og er hann í miklu uppáhaldi. Ég á mjög oft risarækjur í frystinum sem ég get gripið í ef ég vil gera þennan rétt. Hann er afar einfaldur og inniheldur hvítlauk, chili og parmesan. Þessi blanda passar sérlega vel með risarækjunum. En það passar líkla vel að nota annað pasta eða spaghetti í stað linguine.

linguine2

Uppskrift fyrir 2

300 gr risarækjur
250 gr linguine
1 stór chili
2 hvítlauksgeirar
3 skarlottulaukar
Ólívuolía
Salt og pipar
Cayenne pipar
Fersk steinselja
Parmesan

Skerið chili og skarlottulauk smátt. Blandið risarækjum, krömdum hvítlauk, chili, salt, pipar, smá cayenne pipar og olíu (ca. 2-3 msk) í skál. Sjóðið linguine eftir leiðbeiningum á pakkningu.

Steikið skarlottulauk á pönnu við vægan hita og bætið svo risarækjunum í chili- og hvíltlauksolíunni við. Bætið ólífuolíu við ef ykkur finnst vanta. Hrærið tilbúnu linguine við rækjurnar. Dreifið svo að lokum rifnum parmesan og steinselju yfir.

 

 

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.