Nú eru “vlogs” alltaf að verða vinsælli en það eru einskonar myndabandsblogg. Það er hægt að finna fullt af áhugaverðu fólki sem heldur úti svona myndbandsbloggum. Hér fyrir neðan tókum við saman fimm vlogs sem við höfum gaman af að fylgjast með. 

 1. Jessica Kobeissi
  Jessica er tísku og portrait ljósmyndari og setur hér inn kennslumyndbönd, hún kennir okkur að verða betri ljósmyndarar og hvernig við getum unnið myndir í Photoshop.
 2. Shay Mitchell
  Við könnumst flest við hana Shay en hún lék í vinsælu þáttunum Pretty Little Liars. Það er gaman að fylgjast með henni en hér talar hún um allt sem henni dettur í hug, tísku, hár, förðun, mat og heilsu.
 3. Hey Nadine
  Nadine ferðast um heiminn, leyfir okkur að fylgjast með og gefur okkur ráðleggingar og hugmyndir fyrir ferðalögin.
 4. Vogue
  Þetta er fyrir tísku og förðunaráhugafólkið. Hér er að finna förðunarráð og stutt viðtöl við fræga fólkið, sumir svara skemmtilegum spurningum og sýna okkar inn í fataskápinn sinn.
 5. Laci Green
  Laci Green er kynlífsfræðingur og í þessum öðruvísi vloggum menntar hún okkur um mikilvæga hluti sem margir velta fyrir sér en þora jafnvel ekki að spyrja um.

 

Díana Bergsdóttir
Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.

Author: Díana Bergsdóttir

Díana Bergsdóttir er 27 ára og búsett á Akranesi með kærasta sínum og dóttur. Hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tisku og hönnun. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún á Markaðsdeild Bestseller á Íslandi.