Létt, gott  og sterkt túnfisksalat sem hægt er að  bera fram í avocado hýðinu. Það passar sérlega vel með hrökkbrauði. Ég mæli með að þið smakkið ykkur áfram með jalapeno-ið. Setja aðeins minna af því ef að þið viljið hafa það milt og meira ef að þið viljið meiri hita í það.  

file1

Uppskrift

1- 2 avocado
140 g túnfiskur, 1 dós
2 msk sýrður rjómi
1-2 msk jalapeno úr krukku
1 msk steinselja
2-3 msk rauðlaukur
Sítrónusafi

Skerið avocado til helminga og skafið úr því en skiljið samt smávegis eftir ef þið ætlið að fylla avocadoið með túnfisksalatinu. Skerið innihaldið smátt.

Skerið jalapeno, steinselju og rauðlauk smátt. Hrærið öllu hráefninu saman. Mjög gott að fylla avocadoið með túnfisksalatinu og bera fram með sítrónubátum.

 

Hildur Rut Ingimarsdóttir
Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.

Author: Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut Ingimarsdóttir er 31 ára og búsett í Reykjavík með unnusta sínum, syni og dóttur. Hún hefur brennandi áhuga á matargerð og gaf út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin 2016. Ásamt því að skrifa fyrir framinn.is vinnur hún hjá Pennanum Eymundsson á fyrirtækjasviði.