Einn af kostum þess hversu netvæddur heimurinn er að verða er án efa hversu auðvelt það er að sækja sér hina ýmsu þekkingu. Udemy er ein af þeim vefsíðum sem býr til vettvang þar sem hægt er að miðla fróðleik með auðveldum hætti.

Udemy er í raun alþjóðlegur markaður fyrir nám og kennslu á netinu þar sem nemendur öðlast nýja færni og fá aðstoð við að ná markmiðum sínum með hjálp um 65.000 námskeiða kenndum af sérfræðingum á sínu sviði. Hvort sem verið er að huga að nýrri nálgun eða auka þekkingu sem er til staðar enn frekar, þá gæti Udemy hentað. Stakt námskeið á síðunni kostar $13.99 en verðið lækkar eftir því hversu mörg námskeið eru keypt.

Udemy for business” er einn af undirflokkum síðunnar en þar er sérstaklega lögð áhersla á atvinnulífið með því að aðstoða starfsmenn um heim allan að auka sína þekkingu. Með aðstoð öflugra sérfræðinga á sínu sviði fá starfsmenn alltaf það nýjasta og mest spennandi efni sem völ er á hverju sinni. Frá þróun og upplýsingatækni til forystu, markaðssetningar, upplýsingatækni, hönnun og margt fleira.

Einnig býður Udemy uppá þann möguleika að notendur geti útbúið sitt eigið námskeið og miðlað sinni þekkingu áfram. Þá skilgreinir þú þitt sérsvið, safnar öllu því saman sem þú veist um efnið og færð sérstakan vettvang til að miðla efninu áleiðis til allra þeirra sem hafa áhuga á.

 

Líf Lárusdóttir
Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.

Author: Líf Lárusdóttir

Líf Lárusdóttir er 27 ára búsett með unnusta sínum og dóttur þeirra á Akranesi. Líf er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í markaðsfræði og diplóma í viðburðarskipulagningu. Ásamt því að skrifa fyrir Framann starfar Líf sem markaðsstjóri Gámaþjónustunnar.

One Reply to “Udemy”

Comments are closed.