Það má alltaf láta sig dreyma um fallega hluti. Við kíktum í búðarrölt á Netinu því það kostar ekkert og gefur manni oftar en ekki hugmyndir fyrir heimilið.

1. Skemmtilega formaður loftlampi frá DCW. Módern, 79.900 kr.
2. Spegill-INN frá Reflections fær alla til að staldra við. Snúran, 169.900 kr.
3. Dirty Hippie! Kaffiskrúbbur fyrir kroppinn frá The Gift Label. Módern, 2.490 kr.
4. Tískubók á sófaborðið setur punktinn yfir i-ið. MyConcepteStore, 22.900 kr.
5. H. Skjalm P. hafa hannað hluti fyrir heimilið í yfir 60 ár og þar á meðal þessa blómapotta sem fást í mörgum stærðum og áferðum. Módern, verð frá 4.990 kr.
6. Púði frá Vitra, hönnun eftir Alexander Girard, 40×40 cm. Penninn, 12.900 kr.
7. Stelton lætur ekki sitt eftir liggja – hér með hitakönnu með blárri metal áferð. Epal, 16.800 kr.
8. Íslenskt! Ullarteppi hannað af Margrethe Odgaard fyrir Epal, 22.500 kr.
9. Hilla með léttu yfirbragði frá Ferm Living. Epal, verð frá 144.800 kr.

 

Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.