Árstíminn með nýjum vörum er genginn í garð. Danska hönnunarhúsið, HAY, lætur sjaldan sitt eftir liggja eins og sjá má í nýjungunum frá þeim. Það sem vekur athygli eru litirnir – það virðist allt vera í boði í dag, muskaðir sem og bjartir litir.

Moroccan vasinn lífgar og litar sannarlega upp það rými sem hann mun prýða – úr endurunnu og handblásnu gleri. Kemur í tveimur stærðum.
Tígullaga snagi með rúnnuðum hönkum undir yfirhafnir eða uppáhaldsflíkurnar þínar. Það má koma þessum fyrir í hvaða rými sem er.
Hver elskar ekki fallegar blokkir til að skrifa niður matarinnkaup dagsins. Þessar þurfa ekki að vera í felum ofan í skúffu.
Geymslubox hannað af Shane Schneck fyrir allan þarflegan óþarfa. Fáanlegt í grænu og gráu.
Nýtt hliðarborð sem kallast Tulou, með léttu yfirbragði og kemur í fimm mildum litum.  Myndir // HAY

 

Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.