UAK eða ungar athafnakonur munu um helgina halda áhugaverða ráðstefnu í samstarfi við Alvotech. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu og er dagskráin spennandi.

Event_5643

Dagskráin hefst stundvíslega kl 10:00 á laugardaginn, 10. mars með afhendingu ráðstefnugagna. Formaður Ungra athafnakvenna, Sigyn Jónsdóttir mun setja ráðstefnuna kl 10:30 og í framhaldi af því er spennandi dagskrá fram eftir degi. Flottar konur verða með erindi og má þar helst nefna Höllu Tómadóttur, Öldu Kareni Hjaltalín, Elizu Reid og Rannveigu Rist. Ítarlega dagskrá viðburðarins má finna hér.

Ráðstefnan er tileinkuð ungum konum í íslensku atvinnulífi og markmiðið með henni er að gera stjórnendum fyrirtækja, stjórnmálamönnum og öðru fólki í atvinnulífinu grein fyrir þeim kröftum sem býr í vel menntuðum og reynslumiklum konum.

Það er ljóst að það er spennandi og áhugaverður dagur framundan í Hörpu. Viðburðurinn er opinn öllum og hægt er að kaupa miða hér.

Hér er hægt að lesa sér betur til um starfsemi UAK.

 

Kristjana Sunna
Kristjana Sunna er 31 árs og er búsett í Garðabæ. Kristjana hefur síðastliðin ár starfað í fjarskipta- og fjármála geiranum, meðal annars sem stjórnandi og sérfræðingur. Ásamt því að skrifa fyrir Framann er Kristjana að ljúka námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Samhliða náminu sinnir hún sölu og markaðsmálum fyrir Swiss Color Iceland.

Author: Kristjana Sunna

Kristjana Sunna er 31 árs og er búsett í Garðabæ. Kristjana hefur síðastliðin ár starfað í fjarskipta- og fjármála geiranum, meðal annars sem stjórnandi og sérfræðingur. Ásamt því að skrifa fyrir Framann er Kristjana að ljúka námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Samhliða náminu sinnir hún sölu og markaðsmálum fyrir Swiss Color Iceland.