Hver þekkir ekki tilfinninguna eftir langa vinnudaga að líta í spegil og sjá að farðinn og augnförðunin hefur runnið til, hefur þornað upp eða jafnvel allt farið af? Í hinum fullkomna heimi þá myndi farðinn endast allan daginn nákvæmlega eins og hann var þegar við settum hann á snemma morguns. Framleiðendur helstu snyrtivöru fyrirtækja eru ávallt að leita lausna og  þróa vörurnar sínar til þess að mæta þessari eftirspurn og kröfum viðskiptavina sinna um allan heim. Það er því miður ekki til nein töfravara, en það eru ákveðin atriði og ákveðnar vörur sem eru fáanlegar sem að komast ansi nálægt.

Hreint andlit og góður grunnur
Það skiptir gífurlega miklu máli að húðin sé hrein og að búið sé að setja gott rakakrem á hana áður en farðinn er settur á. Góð regla er að gefa rakakreminu nokkrar mínútur til þess að komast vel inn í húðina áður en “primer” eða farði er settur á. Á Íslandi á húðin okkar til að þorna verulega yfir vetrartímann og því mjög mikilvægt að velja rakakrem sem hentar þinni húðgerð. Við fórum betur yfir húðumhirðu hér.

Góður ”primer”
Primer, eða farða grunnur gegnir mikilvægu hlutverki til þess að farðinn fái að njóta sín sem best, í sem lengstan tíma. Farða grunnar eru til í hinum ýmsu formúlum og má þá helst nefna krem, gel, serum, og olíu. Við mælum með að fá ráðgjöf frá sérfræðingum þegar kemur að vali á farða grunni. Húðin okkar er rosalega misjöfn og því ekki alltaf sami grunnurinn sem að hentar öllum. Sumir eru með mjög olíukennda húð á meðan að aðrir eru með mjög þurra húð og svo framvegis.

Notaðu “setting sprey”
Það eru til ótal margar útgáfur af formúlum sem þú spreyjar yfir andlitið eftir að þú hefur lokið við að farða þig sem að eiga að festa farðann á. Gott er að velja sprey sem að veitir húðinni raka í leiðinni og “bræðir” saman farða og púðurvörur. Það getur líka verið gott að spreyja setting spreyi sem grunn og leyfa því að þorna áður en þú setur farðann á. Það virkar eins og lím á farðann. Fix+ frá MAC Cosmetics er vinsælt sprey og hentar vel í þetta verkefni.

Finndu farða sem hentar þér og notaðu góða bursta eða svampa til þess að setja hann á
Þessi punktur segir sig nokkurnveginn sjálfur. En úrvalið af förðum er endalaust og áhrifavaldar á samfélagsmiðlum eru duglegir að birta auglýsingar um bestu farðana. Fáðu ráðgjöf og jafnvel prufur með þér heim til þess að prufa. Veldu farða sem að gefur út fyrir að vera endingargóður og prufaðu þig áfram. Það er hægt að lesa ótal athugasemdir um vörur frá neytendum á veraldarvefnum og því um að gera að fara í smá rannsóknarvinnu. Notaðu góðan förðunarbursta og/eða förðunarsvamp, það getur skipt höfuðmáli að nota réttu græjurnar.

festu farðann með púðri
Áður en þú setur á þig setting sprey, farðu þá mjög létt með mjúkum stórum bursta yfir farðann með púðri, aðallega yfir T svæðið þar sem að mesta olían myndast yfir daginn. Með þessu ertu að festa farðann betur. Passaðu þig samt að setja ekki of mikið af púðri, hér gildir gullni meðalvegurinn. Það eru til margar tegundir af púðrum, bæði föstum og lausum, með lit og án litar og því um að gera að fá ráð hvað hentar þér og þinni húð og húðlit.

Ekki koma við andlitið með puttunum
Nú er komið að því að venja sig af því að leggja andlitið í lófann þegar maður situr vði skrifborðið. Hitinn frá höndunum bræðir farðann og einnig eru oft bakteríur á höndunum sem að við viljum alls ekki fá í andlitið.

Hér fyrir neðan eru nokkrir farðar sem við mælum með og henta vel þeim sem kjósa farða sem á að haldast allan daginn

 1. Estée lauder Double Wear
  Þessi farði er alveg rosalega góður og gerir sitt gagn, og lofar hann fullri virkni í 24 tíma. Þennan farða þekkja margir og er hann alltaf jafn vinsæll. Þú færð Estée Lauder Double wear t.d í Hagkaup og Lyf og heilsu.
 2. Bobbi Brown Skin LongWear Weightless foundation
  Þessi farði hefur fengið góða dóma og hefur verið prófaður við hinar ýmsu aðstæður. Þú færð Skin Longwear Weightless foundation í Hagkaup.
 3. MAC pro longwear foundation
  Þessi farði hefur verið vinsæll í mörg ár og alltaf góður til að grípa í. Þú færð Pro Longwear farðann í MAC Kringlunni og Smáralind.
 4. By Terry Terrybly densiliss foundation
  Þessi farði kostar sitt en hann inniheldur serum sem færir húðinni raka jafnt og þétt yfir daginn. Og hann lofar því að hann dragi úr ásýnd öldrunareinkenna. Hljómar vel. Terrybly densiless fæst í Madison Ilmhús.
 5.  YSL – All hours foundation
  Þau sem hafa prufað þennan farða lofa hann endalaust, hann er ótrúlega fallegur á húðinni og gefur ljómandi og náttúrulegt yfirbragð.  Þú færð YSL All hours farðann í Hagkaup.

 

Kristjana Sunna
Kristjana Sunna er 31 árs og er búsett í Garðabæ. Kristjana hefur síðastliðin ár starfað í fjarskipta- og fjármála geiranum, meðal annars sem stjórnandi og sérfræðingur. Ásamt því að skrifa fyrir Framann er Kristjana að ljúka námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Samhliða náminu sinnir hún sölu og markaðsmálum fyrir Swiss Color Iceland.

Author: Kristjana Sunna

Kristjana Sunna er 31 árs og er búsett í Garðabæ. Kristjana hefur síðastliðin ár starfað í fjarskipta- og fjármála geiranum, meðal annars sem stjórnandi og sérfræðingur. Ásamt því að skrifa fyrir Framann er Kristjana að ljúka námi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Samhliða náminu sinnir hún sölu og markaðsmálum fyrir Swiss Color Iceland.