Það er komin uppfærsla á gamla góða kökustandinum, sem hefur þjónað mörgum hlutverkum í gegnum tíðina í afmælum og öðrum stórfögnuðum. Glaze, heitir splúnkuný vörulína frá Normann Copenhagen og er hönnuð af Simon Legal – en hann hefur einnig hannað ýmislegt annað fyrir fyrirtækið, eins og ljós, borð, stóla, hirslur, teppi og hinar ýmsu smávörur.

Það má segja að kökustandurinn og bakkarnir hafi verið uppfærðir í nútímalegra útlit, þar sem stílhreint yfirbragð og einfaldleikinn ráða ferðinni. Vörulínan samanstendur af bakka á fæti, bakka með handfangi og síðast en ekki síst, þriggja hæða kökustandi, fáanlegt í dumbrauðu og kremuðum lit. Fullkomin þrenna til að bera fram veitingar á fallegan máta.

Það mælir ekkert gegn því að fjárfesta í enn einum bakkanum eða kökustandinum fyrir heimilið – undirrituð vill í það minnsta telja sér trú um það. 
Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.