Hvort sem markmiðið er að leggja til hliðar til að eiga varasjóða fyrir óvæntum útgjöldum eða safna fyrir kaupum á einhverju ákveðnu, þá er alltaf skynsamlegt að leggja fyrir. Hér förum við yfir ýmissa möguleika til að hefja sparnað og góð ráð til að koma í veg fyrir að lenda í fjárhagsvandræðum.

Þegar byrja á að spara og leggja til hliðar skiptir miklu máli að hafa góða yfirsýn yfir öll sín fjármál, átta sig á því í hvað fjárhagurinn er að fara og hvar má spara.

Í vel skipulögðum fjárhag hefur allt sinn stað, þar skal fyrst nefna föst útgjöld – upphæðir sem greiða þarf ávalt mánaðarlega og flökta lítið sem ekkert á milli mánaða. Dæmi um fastar greiðslur eru t.d. niðurgreiðsla lána, fasteignagjöld og tryggingar svo eitthvað sé nefnt. Gott er að vita upphæðina á þessum föstu greiðslum og sjá þannig hverjar eftirstöðvarnar eru til neyslu. Önnur útgjöld eru breytileg eftir mánuðum, en þau eru til dæmis matarinnkaup, eldsneytis/samgöngu gjöld og afþreying. Þar er mögulega svigrúm til að skipuleggja sig betur og hagræða svo hægt sé að hefja sparnað.

Hefur þú heyrt um Meniga

Til að einfalda þér lífið er tilvalið að sækja smáforritið Meniga, en það er gríðarlega notendavænt bókhaldsforrit sem tengist bankanum þínum, það sýnir með mjög einföldum hætti yfirlit yfir heimilisfjármálin. Allar færslur birtast í tímalínu og forritið flokkar allar greiðslur af bankareikningum og kreditkortum svo þú sjáir auðveldlega hversu mikið þú eyðir í hverjum flokki, til dæmis í matarinnkaup, bensín eða fatnað yfir mánuðinn. Þetta smáforrit gefur manni betri tilfinningu fyrir eyðslunni hjá sér og veitir manni í raun fullkomna heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins, en einnig er hægt að tengja saman aðganga hjá sambúðarfólki.

Meniga býður líka uppá ýmsar sparnaðarleiðir. Hægt að stilla alhliða sparnað með svo kölluðum Stöðumæli í appinu, en þar ákveður þú hversu hárri upphæð þú vilt eyða yfir allan mánuðinn í öll útgjöld, appið heldur utan um þá tölu og sýnir þín eyðslu samhliða. Einnig er auðvelt að velja einn eða fleiri flokka þar sem þú vilt minnka eyðsluna, þú velur hámark sem þú vilt eyða í tilheyrandi flokk og appið heldur svo utan um það og lætur vita ef eyðslan er að fara umfram sett markmið. Einnig getur þú líka stillt í forritinu Áskorun sem er í raun söfnunar markmið sem getur verið fyrir hverju sem þig dreymir um. Tökum dæmi – þú ætlir í helgarferð eftir nokkra mánuði og vilt safna ákveðinni upphæð fyrir hana. Þú stillir inn upphæðinni og dagsetningu á ferðinni og þá reiknar forritið hversu háa upphæð þú þarft að leggja til hliðar í hverjum mánuði til að ná settu markmiði. En það fylgir því mikil vellíðan að ná markmið sínu og njóta svo að eyða sparnaðinum og gera vel við sig, vitandi að maður er ekki að stefna í mínus á bankareikningnum eða á kreditkortinu.

Vertu ófeimin/nn við að leita þér betri kjara

Gott er að temja sér það að fylgjast með stöðu föstu greiðslanna hjá sér og leita sér reglulega betri kjara. En dæmi um það er að athuga tilboð hjá öðrum tryggingarfélögum eða fjarskipta fyrirtækjum, til að sjá hvort þú sért með bestu mögulegu kjörin fyrir þig. Einnig að skoða það hvort það borgi sig að endurfjármagna húsnæðislánið sitt, en þeir sem eru að kaupa sína fyrstu eign eru oftar en ekki að nýta sér viðbótarlán bankanna sem hafa hærri vexti en önnur íbúðalán. Í þeim tilfellum er um að gera að endurfjármagna lánið sitt að ári ef maður hefur tök á því en nokkra prósentu hærri vextir muna hellingi þegar heildar upphæðin er há eins og húsnæðislán eru venjulega. Hjá Aurbjörg er sett upp á mjög einfaldan hátt samanburður allra húsnæðislána sem eru í boði, vaxtatöflur og upplýsingar um endurfjármögnun sem auðvelda þér að bera saman lánið þitt við önnur lán sem eru í boð. Auk þessa að bjóða uppá þessa samanburðartöflu lána er að finna ýmsar þjónustur tengdar sparnaði en markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða neytendur við ákvarðanir tengdar fjármálum.

Hvernig er hægt að forðast fjárhagsvandræði.

Góð regla er að eiga aðeins eitt debetkort og eitt kreditkort en að hafa mörg kort í notkun getur valdið því að erfiðara er að halda utan um fjármálin. Inná Aurbjörg getur þú einnig borið saman debetkort og kreditkort óháð bankastofnunum og fundið hvaða kort henta þér best.
Ekki hafa kreditkortaheimildina hærri en útborguð laun, hafðu heimildina frekar lægri og ef þörf krefur þá er einfalt mál að hækka hana tímabundið.
Aldrei taka yfirdráttarlán fyrir almennri neyslu – ef þú ætlar að taka yfirdráttarlán fyrir einhverju sem þú getur ekki staðgreitt, þá er vert að hugsa sig vel um fyrir kaupin. Hvort maður þurfi á þessu að halda strax eða hvort það væri ekki betra að stilla Áskorun í Meniga og safna fyrir þessum kaupum. En margir átta sig ekki á því hvað lánið muni kosta á endanum og hugsa ekki um upphæðina sem fer í vexti sem maður annars myndi spara sér með því að safna frekar og geta staðgreitt þessi kaup.

Arnbjörg Baldvinsdóttir
Arnbjörg Baldvinsdóttir er 28 ára. Hún býr í Kópavogi ásamt kærasta sínum og dóttur. Hún er menntaður margmiðlunarhönnuður frá Óðinsvé í Danmörku með áherslu á markaðsfræði. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún sem Viðskiptastjóri hjá 66°Norður.

Author: Arnbjörg Baldvinsdóttir

Arnbjörg Baldvinsdóttir er 28 ára. Hún býr í Kópavogi ásamt kærasta sínum og dóttur. Hún er menntaður margmiðlunarhönnuður frá Óðinsvé í Danmörku með áherslu á markaðsfræði. Ásamt því að skrifa inná framinn.is vinnur hún sem Viðskiptastjóri hjá 66°Norður.