Samkvæmt “Life at Home” skýrslu sem IKEA gaf út árið 2017, er mikilvægt að gefa sjálfum sér tíma í amstri dagsins vilji maður halda sér í jafnvægi. Þeir vilja meina að hraðinn í samfélaginu með notkun snjallsímans, vinnu heima fyrir og óttanum við að missa af einhverju mikilvægu út á við, sé ástæðan fyrir því að ný vörulína hefur litið dagsins ljós – Hjärtelig – hönnuð af Maja Ganzyniec og Andreas Frederiksson.

Í nútíma samfélagi getur reynst erfitt að finna innri ró. Hjärtelig er hönnuð með það eitt í huga, að örva skynfærin og gefa þér andrými þar sem áherslan er á þér, ekki í hinum hraða stafræna heimi. Það er engin mýta að andleg vellíðan er stór hluti af líkamlegri líðan, sem við eigum þvi miður oft til með að horfa fram hjá.

Vörulínan samanstendur meðal annars af jógamottum, hliðarborði, púða- og sængurverum, allt framleitt úr náttúrulegum efnum, bómull, hör, korki, basti og furu sem skapa rólegt yfirbragð á þinn uppáhaldsstað á heimilinu. Hjärtelig kemur í verslanir hér á landi í apríl mánuði.

Myndir // IKEA
Elva Hrund Ágústsdóttir
Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.

Author: Elva Hrund Ágústsdóttir

Elva er fertug Reykjavíkurmær í húð og hár, en býr nú í Mosfellsbæ ásamt unnusta og sex strákum. Hún er menntaður innanhússráðgjafi og margmiðlunarhönnuður frá Danmörku þar sem hún bjó í góð átta ár. Elva veit fátt skemmtilegra en að drekka í sig nýjungar og hugmyndir fyrir heimilið, enda starfað sem stílisti fyrir Hús og híbýli, EPAL og danska hönnunarframleiðandann MUUTO, svo eitthvað sé nefnt.